9.4.2009 | 13:44
Skera niður leikskólastarf
Í gær horfði ég á samantektina á undan kosningarsjónvarpinu á RÚV. Sérstaka athygli mína vakti viðtal við Karl Björnsson framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga. Hann taldi nokkuð ljóst að lítið yrði hægt að draga saman í grunnskólanum en leikskólinn væri allt annað mál, hann væri ekki lögbundinn á sama hátt og grunnskólinn. Þar væru því tækifæri til sparnaðar. Það væri afar forvitnilegt að vita hvað Karl meinti með þessu og hvað hann telur að skera eigi niður eða hvar eigi að auka gjaldtökur í leikskólanum. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að það skref að láta greiða sérstaklega og hátt gjald fyrir 9 tímann sé heillavænlegt skref hjá borginni (að teknu tilliti til einstæðra foreldra). Og ég tel t.d að þetta gjald eigi að undirskilja systkinaafslætti. Með þessu fengist ýmislegt. Til heilla fyrir börn og rekstur leikskóla.
Sjálf hef ég talað fyrir því að allt að 5- 6 tímar væri á tilteknu verði en síðan hver tími umfram það seldur margfalt dýrara. Ég vil að öll börn eigi rétt á leikskóla og að að flest börn séu í leikskólum, en hversu góður sem leikskólinn er hafa fá börn eitthvað að gera þar 45-50 tíma á viku.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Aðeins yngsta barnið mitt var á leikskóla, og bara í 5 tíma á dag. Mér finnst að foreldrar verði að getað verið með börnunum sínum meira. Ég hef alltaf verið heimavinnandi á daginn, og aðeins unnið nokkra tíma á dag seinnipartinn þegar börnin voru yngri. Ekkert barn ætti að vera yfir 40 tíma á leikskóla eða í skóla með allskonar aukatímum. Það er ekki leggjandi á ung börn að vera svona lengi að heiman...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.