11.3.2009 | 22:33
Hring eftir hring
Ég rakst á alveg hreint frábćra bók um daginn. Höfundurinn, hún Elfa Lilja Gísladóttir gefur hana út sjálf og lét ekki prenta nema 500 eintök. Ţannig ađ ţađ er um ađ gera ađ tryggja sér eintak sem fyrst. Bókin er ţessleg ađ hver leikskóli verđur ađ eignast sitt eintak og allir metnađarfullir leikskólakennarar líka. Hún á ađ vera hluti ađ ţeim verkfćrum sem viđ tökum međ okkur á milli stađa.
Ţegar ég var 1. árs nemi 1984 á Hlíđarenda byrjađi ég ađ safna í mína söng-, ljóđa- og ţulumöppu. Elstu blöđin eru ljósrituđ á svona glansandi svartslettan ljósritunarpappír. Sumt er handskrifađ og annađ ljósritađ á betri vélar seinna. Ég hef alla tíđa veriđ ţakklát fyrir safniđ mitt og í ţađ hefur bćst međ árunum. Í dag er mappan dregin fram ţegar Sturla kemur hér í heimsókn og ég ţarf ađ rifja upp leikskólalögin og textana. Ţađ er alveg ótrúlegt hvađ lögin sitja lengi í manni. Sumar ţulur kann ég líka jafnvel núna og ţá. Enda ţulur ávallt veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ţar sem ég vann lengstum höfđum viđ ţann háttinn á, ađ hún Systa leikskólakennari sem bćđi var lagviss og kunni ađ lesa nótur, söng inn á spólur fyrir okkur. Svo hlustuđum viđ í kaffitímunum og pikkuđum upp laglínuna. Bókin hennar Elfu byggir ađ hluta á sömu hugmynd. Lögin eru öll spiluđ á píanó svo fólk geti pikkađ upp laglínur.
Ég bađ Elfu um ađ senda mér upplýsingar um bókina og fékk međfylgjandi skjal sem ég hvet sem flesta til ađ kynna sér. Mikill metnađur er lagđur í allan frágang bókarinnar. Hún er yfirgripsmikill og byggir á mikilli fjölbreytni. Ég hvet sem flesta leikskólakennara ađ bóka sig á námskeiđ og kaupa bókina. Ţađ ćtla ég ađ gera.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf sungiđ mikiđ fyrir börnin mín, ég kann ýmsar barnavísur og ţulur. Enda voru öll börnin mín fljót ađ lćra ađ tala, og syngja.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.