16.2.2009 | 01:34
Gerðuberg og vetrarhátíð
Við stöndum í þakkarskuld við Gerðuberg fyrir aðkomnu þeirra að vetrarhátíð. Í Gerðubergi voru börn og barnamenning í fyrirrúmi. Laugardagurinn var tileinkaður börnum. Atriði þar sem börn, mömmur, pabbar, afar og ömmur tóku sameiginlega þátt. Þegar ég kom þangað iðaði húsið af lífi en samtímis ró. Glöð börn og glaðir fullorðnir. Gerðuberg gerir sér vel grein fyrir nauðsyn þess að skapa dagskrá þar sem börn geta verið þátttakendur, þar sem áherslan er á menningu með börnum en ekki afþreyingu eða menningu fyrir börn. Í Gerðubergi gerir fólk sér líka grein fyrir að til þess að börn læri að njót menningar þurfa þau að komast í tæri við hana. Ég hitti t.d. fólk á laugardag sem sjálft sótti Gerðuberg sem börn og vildi að þeirra börn upplifðu það sama.
Ég þekki marga sem eiga sér draum um barnamenningarhús, sem opið væri fyrir börn og fullorðan saman. Staður til að koma og gera. Vera skapandi og til að skynja. Hús sem byggir á hugmyndinni um barnamenningu bæði fyrir börn og með börnum. Þeir sem komu í Gerðuberg á laugardag skilja hvað verið er að ræða um.
Sýningin á myndskreytingu barnabóka er afar áhugaverð og ég hvet sem flesta til að skoða hana.
Lifandi kviksjá
Arna Valsdóttir var með lifandi kviksjá í Gerðubergi. Þegar ég kom var stöðugur straumur barna og fullorðinna til að prufa og þora, láta reyna á hug og líkama. Í salnum var mikill ró yfir öllu og öllum en samtímis ótrúlega fallegir hlutir að gerast.
Ég hitti líka Elfu Lilju Gísladóttur tónlistarkonu sem sýndi mér nýja bók um börn og tónlist sem hún gefur út. Ég ætla að skrifa sér blogg um hana í vikunni.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Gerðuberg er alveg sérlega hugmyndarík, lifandi og skemmtileg menningarstofnun, þ.e. auðvitað fólkið sem þar starfar. Verst hvað það er langt þangað úr vestasta Vesturbænum.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 01:49
Já sammála þér um vegalengdina, er dáldið langt héðan úr miðborginni. En á sig leggjandi fyrir gott mál og góðan stað.
Kristín Dýrfjörð, 16.2.2009 kl. 01:58
ég er hrifin af hugmyndinni um Barnamenningarhús - geng með það í maganum að fá tækifæri til að láta þann draum rætast einn daginn - hver veit :o)
Síta (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.