30.11.2008 | 20:54
Fagnađarfundur leikskólakennara
Í ár eru 60 ár frá ţví ađ fyrstu leikskólakennararnir luku námi hérlendis, 20 ár frá ţví ađ viđ stofnuđum okkar eigiđ stéttarfélag (Ég tók ţátt í ţví), 12 ár frá ţví ađ námiđ fór á háskólastig, og í ár voru sett ný lög bćđi um leikskólann og menntun leikskólakennara, nú er gert ráđ fyrir ađ allir leikskólakennara ljúki meistaragráđu. Í tilefni alls ţessa og meira til stendur Félag leikskólakennara og RannUng fyrir ráđstefnum um starf leikskólakennara á morgun 1. desember. Fyrirlesarar eru allir starfsmenn og/eđa doktorsnemar viđ Menntavísindadeild Háskóla Íslands.
Í tilefni ţessa skrifađi Ingibjörg Kristleifsdóttir greinarkorn, Ingibjörg sendi mér ţađ og fékk ég góđfúslegt leyfi hennar til ađ birta ţađhér.
Ţađ besta er ekki börnunum of gott
Ţetta sagđi Steingrímur Arason áriđ 1940 og vildi ađ ţetta yrđu einkunnarorđ Reykjavíkur ţví brýnt var ađ bjarga börnunum í yfirstandandi, kreppu, atvinnuleysi og heilsuleysi. Steingrímur var frumkvöđull í ţví ađ stofna leikskóla á Íslandi og leit á ţađ sem lífsnauđsyn ađ öđlast frelsiđ og máttinn og svala reynsluţorstanum á slíkum stađ en ekki á götunni eins og stóđ í Barnadagsblađinu áriđ 1937.
Núna er hlutverk leikskólans óumdeilanlegt. Hann er ţjónusta viđ foreldra og vinnumarkađinn, skjól ţar sem gott atlćti og öryggi er tryggt og ekki síst lćrdómssamfélag ţar sem umhverfi og skipulag miđast viđ ađ allir ţegnar ţess geti öđlast uppbyggilega reynslu. Góđur leikskóli hefur ţroskandi áhrif á einstaklinga, fjölskyldulíf, vinnustađi og samfélagiđ allt í nútíđ og framtíđ. Í víđustu mynd er byggđur grunnur ađ lýđrćđi strax í leikskólanum ţar sem hver einstaklingur er gerandi og hefur áhrif á eigiđ líf í samfélagi viđ ađra. Ţađ er lagaleg skylda leikskólans ađ búa börnum ţroskavćnlegt umhverfi ţar sem ţau fá notiđ bernsku sinnar og til ţess ađ uppfylla ţetta hafa leikskólakennarar unniđ ađ ţví ađ ađeins ţađ besta sé í bođi fyrir börn.
Ađ marka spor er yfirskrift á ráđstefnu sem Félag leikskólakennara og RannUng halda 1.desember. . Viđ fögnum ţví ađ starfsheitiđ leikskólakennari hefur fengiđ lögverndun. Viđ fögnum ţví ađ kennaramenntun verđur efld sem ţýđir ţađ ađ rannsóknir munu stóraukast. Viđ fögnum ţví ađ 60 ár eru liđin frá ţví ađ fyrstu leikskólakennararnir útskrifuđust og félagiđ okkar í núverandi mynd er 20 ára. Um leiđ ţökkum viđ fortíđinni, frumkvöđlunum okkar sem komu leikskólanum ţangađ sem hann er í dag. Í dag 1.desember, skođum viđ hvar viđ stöndum og hvernig viđ getum tekiđ fleiri framfaraspor.
Fjórir af fimm fyrirlesurum ráđstefnunnar eru leikskólakennarar í doktorsnámi. Ţađ hefđi nú ţótt saga til nćsta bćjar fyrir 62 árum, ţegar hnussađ var yfir ţví hvort ţessar stelpur ţyrftu nú ađ vera ađ mennta sig í uppeldi . Viđfangsefni ţeirra í doktorsnámi er m.a. hlutverk og fagmennska kennarans. Dćmi um spurningar sem fyrirlesarar varpa fram er :: Hvađ ţarf langt nám til ađ verđa góđur leikskólakennari ? Er fagmennska leikskólakennara stöđug eđa stöđugt ađ breytast ?
RannUng, rannsóknarstofa í menntunarfrćđum ungra barna , var stofnuđ 15. maí 2007. Á ţessum stutta tíma hefur miklu veriđ áorkađ í rannsóknum, fyrirlestrum, ráđstefnuhaldi og útgáfu á frćđiritum. RannUng er metnađarfull stofnun sem gefur fyrirheit umspennandi framtíđ .
Ţađ var ein af hugsjónum Selmu Dóru Ţorsteinsdóttur fyrrverandi formanns stéttafélags leikskólakennara ađ efla rannsóknir og ţróunarstarf í leikskólum. Ţegar Selma Dóra lést langt um aldur fram áriđ 1993 var Rannsóknarsjóđur leikskóla stofnađur í minningu hennar. Nú hefur veriđ ákveđiđ ađ fćra RannUng ađ gjöf ţennan sjóđ ţar sem framganga RannUng gefur tilefni til ţess ađ ćtla ađ ţar verđi tilgangi sjóđsins best ţjónađ.
Tímarnir breytast og mennirnir međ en hugsjón Steingríms Arasonar er enn í fullu gildi:
En hvert er ţá stórmáliđ stćrsta ?
Ađ styđja og bjarga hinu smćsta
Manngulliđ nema, móta, skýra.
Í manndómsátt hverri hönd ađ stýra.
Njótum dagsins
Ingibjörg Kristleifsdóttir varaformađur Félags leikskólakennara
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.