Sundsagan af Seltjarnarnesi saga græðgisvæðingar

Ég hef fylgst með fréttaflutningi DV af árekstrinum í sundlauginni á Seltjarnarnesi. Þetta eru svona ekki fréttir sem eiga sennilega að hjálpa okkur til að hugsa um eitthvað annað en endalausa kreppu og efnahagsmál. En í hnotskurn er samt sundsagan saga uppgangstíma og græðgisvæðingar samfélagsins.

Deilan gekk út á að tveir menn með tvennskonar venjur mættu í laugina. Annar er vanur að synda í O svo margir geti synt í sömu braut, heimamaðurinn er vanur þeirri venju að sá sem mætir fyrstur í brautina á hana þangað til að hann hefur lokið sínu sundi. Annar er vanur að tekið sé tillit til fjöldans og að margir geti notið gæðanna, hinn að sitja að sínu og aldeilis ekki deila því með öðrum.

Mér sýnist í hnotskurn þetta vera lýsing á íslensku samfélagi síðustu ár. Að hugsa um eigin rass og hlaða sem mest undir hann hefur verið einkunnarorð dagsins, stutt dyggilega af stjórnvöldum í formi eftirlitsleysis og slakra reglugerða. Svo má náttúrulega hugsa til þess að við erum að tala um sveitarfélag sem lengstum hefur verið eitt helsta virki frjálshyggjunnar á Íslandi, Seltjarnarnes. Þar hefur frjálshyggjuhugsunin kannski líka náði inn í sundlaug bæjarins.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Einhver viðkvæmur? Atvikið sjálft skipti í raun ekki máli, heldur þetta með sundvenjurnar og hvernig hægt er að túlka þær. Ég hef bæði synt í laugum sem hafa vel merkt að ætlast er til að synt sé í O svo fleiri geti komist að og í laugum þar sem hin reglan virkar. Og ef vel er að gáð segja þær eitthvað um okkur. Kanski var samt alveg óþarfi að spyrða saman hinu blá sveitarfélagi og einstaklingshyggjunni. 

Kristín Dýrfjörð, 13.11.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Gísli Tryggvason

Mér finnst þetta mjög góð og viðeigandi ályktun sem þú dregur - og tek ég undir hana, bæði sem sundmaður og félagshyggjumaður.

Gísli Tryggvason, 13.11.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er nú heimamaður í þessari sundlaug, og ég hef synt bæði í hring og beint á minni braut og hef ég aldrei lent í slagsmálum þar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband