Af hverju ekki að fara í Bónus ef krónan er ómöguleg?

Ungur vinur minn er búinn að vera að velta fyrir sér hvers vegna allir séu svona vondir út í krónuna. Allir að tala um að hún sé handónýt og ómöguleg og tala bara svo illa um hana sagði hann. Hann spurði mömmu sína hvers vegna fólkið færi ekki bara í Bónus ef það er svona óánægt með Krónuna. 

Í þessari litlu sögu kristallast e.t.v. hvað börn eru að hugsa um umræðuna. Fæst þekkja þau gjaldmiðilinn okkar undir krónuheitinu, þau fá nefnilega fimmtíukall, hundrað kall og jafnvel þúsundkall. Krónuna heyra þau flest nefnda í tengslum við tiltekna verslun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð saga, blessuð börnin svo saklaus vita ekki hvað eigendur Bónus eru búnir að gera á okkar kostnað

Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Eitthvað kannast ég við þetta

Bergljót B Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Jamm ákvað að stelast til að nota hana **) fannst hún eiga erindi í umræðuna

Kristín Dýrfjörð, 10.11.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er fyndið.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 10.11.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Þessi sami hafði af því áhyggjur að móðir hans ætti sök á efnahagskreppunni, vegna þess að hún hefði tekið of mikið lán í bankanum og það hefðu víst fleiri gert og þess vegna hefðu bankarnir tæmst af peningum og þeir farið á hausinn.

Bergljót B Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda á mamma hans flatskjái í hverju herbergi, nýjan BMW jeppa, hún fer í verslunarferðir til útlanda minnst mánaðarlega og drekkur ekkert nema dýrustu vín og það helst daglega. Er nema von að barninu blöskri. Skil hann vel **).

Kristín Dýrfjörð, 10.11.2008 kl. 20:46

7 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Bergljót B Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:24

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ÆÆ þessi börn, þau eru svo beinskeitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband