5.11.2008 | 03:40
Von fæðist
Ég vildi gjarnan vera í Chicago á þessari stundu, vera niðri í bæ þar og vera þátttakandi í því ævintýri sem þar á sér stað. Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að taka þátt í kosningarfundi Obama í Colorado, finna á eigin skinni stemminguna. Með mér var fólk sem sagist ekki hafa upplifað slíka stemmingu frá því að Kennedy var í framboði, sama fólk sagðist líka vera með í maganum og hafa áhyggjur af öfgafólki.
Einn ágætur einkaleikskólastjóri og góð vinkona mín sagði mér að eldri fólk væri í stórum stíl að færast frá McCain það vissi hvaða orku og úthald það hefði sjálft og hvernig orkan fer dvínandi með hverju ári (hún er sjálf fædd 1943) og Palin skelfdi þetta fólk. Svo hló hún á sinn einstak a hátt og sagðist hafa sagt sínu starfsfólki að ef það kysi ekki Obama þá fengi það ekki launahækkun næstu 10 árin. Held reyndar að hún hafi ekkert mikið þurft að agitera.
Til hamingju heimur til hamingju Ameríka.
Eftirvænting í Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Það er ástæða til að óska öllum heiminum til hamingju með kjör Obama - og vonandi rís hann undir væntingunum, sem eru ógnarmiklar. Með reynslu undanfarinna kosninga í huga átti ég allt eins von á blöndu af svindli Repúblíkana og klúðri Demókrata, en stóraukin kosningaþátttaka bjargaði málunum. Og það svo rækilega að Jeb Bush og Co í Florída gat ekki einu sinni fiffað fylkið yfir til McCains.
Almennt séð getur það aðeins boðað gott að frjálslyndari og friðsamlegri viðhorf fái að ráð för hjá Bandaríkjunum meir en verið hefur. Sjálfsagt snýst ekki utanríkisstefna Bandaríkjanna á haus, en stríðsæsingurinn tónast væntanlega niður. Og betur verður komið fram við fólk allsstaðar.
Bush-tíminn hræðilegi er loksins að enda. Bæði Bandaríkjanna og Íslands bíður nýr tími, ný viðmið, nýtt upphaf. Hvað Ísland varðar væri óskandi að geta fjallað meir og betur um hvað koma mun, en það er erfitt um vik þegar voma yfir á fjórða tug skilyrða í samningnum við IMF - skilyrða sem við megum ekki vita hver eru fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Af einhverjum ástæðum. Ekki einu sinni undir Bush hefði það liðist í Bandaríkjunum að halda svo mikilsverðum upplýsingum leyndum fyrir almenningi í á aðra viku. En það er annað mál.
Svona að lokum; ég vona heitt og innilega að öfgamenn fyrir vestan haldi aftur af sér.
Friðrik Þór Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 00:58
Sæl Kristín.
Notar þú ennþá netfangið þitt fyrir norðan? Ég sendi þér póst í morgun, bíð soldið spennt eftir svari. :)
Kv. Sigrún Þ.
Sigrún Þórsteins (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:45
Gárungarnir hér í Stokkhólmi spyrja mig hvort þú sért hætt að blogga ;)
Galda (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:22
Segðu gárungum að ég sé bara svo svakalega upptekin þessa daga, það er alla vega ekki meðvituð ákvörðun um að hætta alfarið að blogga.
Kristín Dýrfjörð, 10.11.2008 kl. 11:55
Og til að gleða gárungana setti ég inn eina litla færslu.
Kristín Dýrfjörð, 10.11.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.