30.10.2008 | 14:51
Að upplifa draum um betri heim
Síðastliðin vika hefur verið annasöm. ég verið í Bandaríkjunum á ráðstefnu. Á sunnudaginn stóð ég með tugþúsundum fólks í Denver og hlustaði á Barak Obama flytja ræðu. Stemmingin í hópnum var ólýsanleg. Sérstaka eftirtekt mína vakir hvað það var mikið að ungu fólki og barnafólki á staðnum. "I am living the dream, I am participating in history" sagði ungur maður á leiðinni út úr garðinum. Þegar´Obama ræddi um ábyrgð foreldra á uppeldi, á því að slökkva á sjónvarpstækinu, sá ég að foreldra senda börnum sínum umum augnaráð og börnin foreldrunum þegar Obama kom að því að hugsa og framkvæma grænt. Á einum veitingastaðnum sagði þjónninn okkur að hann hefði verið á landsfundinum og hann hefði staðið sjálfa sig að því að gráta allat að því með ekkasogum þegar Obama hélt sína útnefningar ræðu. Og það sem meira var ég var ekki einn, í kringum mig grét ungt og gamalt fólk. Við eigum von á að geta breytt, að skapa nýja Ameríku, Ameríku sem stendur fyrir ný gildi.
Annars var ég á ráðstefnu um m.a. lýðræði. Þar hélt erindi Mary Catherine Bateson erindi um hvað við getum lært af börnum og hvaða máli lýðræði skipti, Carlina Rinalditalaði líka um lýðræði og tengsl starfsins í Reggio við lýðræði, allir fyrirlesarar á sunnudaginn tengdu erindi sín á einn eða annan hátt við fjöldasamkomu Obama fyrr um daginn. Það sem var óvenjulegt við þessa ráðstefnu er að við sem vorum boðin að halda erindi borðuðum saman öll kvöld. Það var t.d. ekki leiðinlegt að eiga í löngum samræðum við Mary Catherine en hana hafði ég aldrei hitt fyrr.
Sjálf hélt ég tvo fyrirlestra og gekk það bara vel og ég fékk góðar viðtökur. ´
Svona á léttu nótunum þá sat ég til borðs með borgarstjórnaum í Reggio Emila tvö kvöld og þar var margt skrafað, meðal annars komst ég að því að sonur hans heillaðist af íslandi í sumar og vill helst flytja hingað og borgarstjórinn sjálfur er einlægur aðdáandi SigurRósar og á alla þeirra diska.
"The truth that survives is simply the lie that is pleasantest to believe."
Mary Catherine Bateson
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Velkomin heim, Kristín!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.11.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.