Afrit af viðtali Árna við Darling

Ég hef fylgst með á enskum bloggum í dag þar sem hafa tekist á Íslendingar og Bretar. Ég tek undir með mörgum Bretum sem krefjast þess að fá að lesa afrit af samtali Árna og Darling. Björgvin segir Íslendinga vera búin að margfara yfir samtalið og ekkert sem þar sé sagt gefi tilefni til viðbragða Brretana. En kannski er komið að því að við fáum sjálf að dæma um það. Við höfum of lengi tekið orð pólitíkusa trúanleg og við sjáum öll hvert það hefur leitt okkur. Nú viljum við sjá samtalið með eigin augum og leggja eigið mat á.   

Ég legg til að fjármálaráðuneytið birt afrit af því á vef sínum hið fyrsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Tek undir það svo það taki af allan misskilnig

Æsir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: halkatla

Árni hefur örugglega sagt eitthvað hryllilega óviðeigandi og Darling farið í sjokk því miður mun skömmin af þessum pólitíkusum alltaf loða við okkur!

halkatla, 11.10.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, það væri fínt að fá þetta viðtal. Bretar hafa móðgað okkur freklega.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.10.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: A.L.F

Ég tek undir þetta ég heimta að fá að sjá þetta viðtal.

A.L.F, 11.10.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já það þarf að birta þetta viðtal, svo fólk geti sjálft dæmt um sekt eða sakleysi Árna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.10.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Athyglisvert! Sekt eða sakleysi Árna!

Voru ekki tveir þátttakendur í þessu samtali?

Ragnhildur Kolka, 12.10.2008 kl. 00:37

7 identicon

hmmm?... jú... og ?

Kási (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 02:17

8 identicon

ég vil líka sjá thetta, ef hann klúdradi thessu vegna vankunnáttu í ensku verdur madurinn ad víkja fyrir ad hafa ad ofmetid haefileika sína og ekki leitad adstodar túlks í mali sem ad hefur haft grídarlegar afleidingar

Haley (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:31

9 identicon

já auðvitað

Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:42

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það voru Kastljóssorð DO sem var fyrsta stríðsyfirlýsingin

Hólmdís Hjartardóttir, 12.10.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl öll og takk fyrir innlitið, mér finnst skipta máli að vita hvað er rétt.  Á erlendum bloggum hafa Íslendingar farið mikinn og sagt að ekkert í samtalinu gefi tilefni til orða Darlings og bera fyrir sig ráðamenn. Mér finnst leitt en ég treysti ekki alveg yfirvöldum, ég vil fá að lesa með eigin augum og jafnvel hlusta. Ég vil fá að dæma sjálf. Er það til of mikils ætlast á þessum síðustu tímum.

Kristín Dýrfjörð, 12.10.2008 kl. 15:46

12 identicon

Ég treysti heldur ekki yfirvöldum, sérstaklega ekki ef um sjálfstæðismenn er að ræða

Valsól (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband