11.10.2008 | 14:09
Um lagbrögð og gulli skreytt fólk
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð
Kannski við ættum að syngja þriðja versið sem hið fyrsta í Alþjóðasöng verkalýðsins þessa daga. Finnst eins og það hafi verið sniðið að málefnum dagsins. Við ættum flest að rifja allan Nallann upp. Það er vissulega að renna upp nýtt þjóðskipulag, það er í okkar höndum að móta það. Stöndum vörð um þau gildi sem okkur eru kær, jafnrétti frelsi og bræðralag. Um undirstöður sjálfs lýðræðisins.
Alþjóðasöngur verkalýðsins
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
þó að framtíð sé falin
grípum geirinn í hönd
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd
(2x)
Á hæðum vér ei finnum frelsi, hjá furstum eða goðaþjóð; nei, sameinaðir sundrum helsi og sigrum, því ei skortir móð. Alls hins stolna aftur vér krefjumst, ánauð þolir hugur vor trautt, og sjálfir brátt vér handa hefjumst og hömrum meðan járn er rautt þó að framtíð sé falin o.s.frv. |
refren' |
Vér erum lagabrögðum beittir og byrðar vorar þyngdar meir, en auðmenn ganga gulli skreyttir og góssi saman raka þeir. Nú er tími til dirfsku og dáða. Vér dugum, - þiggjum ekki af náð, Látum bræður því réttlætið ráða, svo ríkislög vor verði skráð. þó að framtíð sé falin o.s.frv. |
refren' |
texti: Sveinbjörn Sigurjónsson
Ps. mér er sagt að það hafi á sínum tíma verið átök um þýðinguna og gæði hennar, fyrir mitt leyti verið ég að segja að mér finnst hún góð og vona að við náum að kenna hana okkar yngri kynslóðum. Á því berum við ábyrgð foreldrar og ömmur og afar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Má ekki bjóða þér að koma í samverustund og syngja þetta með okkur ?
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:30
ne, ætli það, ekki frekar en ég myndi syngja guð gaf mér eyra, er partur af fjölskylduuppeldinu. En ef Sturla fer að raula þetta hvert ég ykkur eindregið til að taka undir, ehehe. (Við skulum fara að vinna í að syngja þetta fyrir barnið).
Kristín Dýrfjörð, 11.10.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.