Málverkasafn Landsbankans til Listasafns Íslands

Nú er að horfa björtum augum til framtíðar segja ráðmenn. Eitt það sem ég ætla að gleðjast yfir og vona að ríki passi betur upp á næst er málverkasafn Landsbankans. Það er aftur komið heim, vonandi hefur bara bæst við safnið, miðað við ást fráfarandi eigenda á listum á ég ekki von á öðru. Því sannarlega mega þeir eiga að þeir hafa veitt veglega til þeirra mála og þrátt fyrir að Landsbankinn sé ekki lengur í þeirra eigu vona ég að hann verði áfram bakhjarl Listasafns Íslands. En þó svo að síðustu eigendur hafi verið listunnendur þá er ekki víst að svo verði um þá næstu,  því  legg ég til að áður en ríkið gefur bankann aftur, verði það búið að tryggja Listasafni Íslands yfirráð yfir öllu safni Landsbankans.

Það er vitað mál að þegar Landabankinn var færður einkaframtakinu á silfurfati átti það eitt glæsilegasta safn málverka í landinu. Á sínum tíma var ég ein þeirra sem taldi að hluti af þjóðararfinum hefði verið gefinn með. Nú er tækifæri til að tryggja að hann til baka til þjóðarinnar. Ég skora á ráðamenn að sjá til þess að svo verði gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur Listasafn Íslands fjármagn til að kaupa listaverkasafn Landsbanka Íslands? Þetta er ekki ókeypis. Eigur Landsbankans fara upp í kröfur, hvort sem um er að ræða lánadrottna eða hluthafa bankans!

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hefur Listasafn Íslands fjármagn til að kaupa listaverkasafn Landsbanka Íslands? Þetta er ekki ókeypis. Eigur Landsbankans fara upp í kröfur, hvort sem um er að ræða lánadrottna eða hluthafa bankans!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.10.2008 kl. 02:41

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ofboðslega ertu kurteis, frú Dýrfjörð. Þessum listaverkum var stolið af þjóðinni og gefin þessum Cayman-búum. Þau þjóðnýtum við núna og auðvitað án endurgjalds inn á Cayman-reikning.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Dunni

Þið eruð heiðursfólk. Að sjálfsögðu ber að þjóðnýta málverkin.

Gleymi því seint þegar þeir einkavæddu Landsbankan og áttuðu sig á því, eftir á, að það gleymdist að taka listaverkasafnið með í sölunni. Svo þegar menn ætluðu að sækja málverkin sagði Bjöggi bara "nei".  "Ég á þessi málverk." 

Dunni, 8.10.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hirða þau og veðsetja fyrir skuldum!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband