Bandaríska þingið greiðir atkvæði á eftir

Bandaríska þingið kemur saman í kvöld eftir sólsetur til að greiða atkvæði um bankalánsfrumvarpið eða svo sagði á SKY áðan. Vegna frídags gyðinga er þingið búið að vera í fríi en það virðist vera í lagi að kalla það saman eftir að sól er sest. Nú er reiknað með að frumvarpið fari í gegn. Á morgun er útborgunardagur og ef frumvarpið fer ekki í gegn í kvöld er hætt við að mörg fyrirtæki eigi erfitt með að greiða laun. Eftir frjálsa fallið á Wall Street í gær (mánudag) er sennilegt að þingmenn sem voru logandi hræddir við að fara heim með það í farateskinu að hafa skuldsett heimilin, þori. Þeir eru væntanlega búnir að sjá að tvennu illu þá er þetta illskárri kostur. Og kannski að kjósendur þeirra átti sig líka á þessu.  Í Írlandi hafa yfirvöld ákveðið að tryggja 100% allar sparifjárinnistærður í 6 bönkum sem þau ábyrgjast. Gordon Brown telur að 50 þúsund pund á hvern einstakling sé sanngjarnt. Hvað skyldi íslenskum yfirvöldum þykja sanngjarnt? Auðvitað vona ég eins og flestir að ekki reyni á slíkar ábyrgðir.  

Annars var ég að horfa á viðtal við Sarah Pallin og sú kona vekur ekki hjá mér mikla von. Mér finnst líka merkilegt að það er rætt um að fjölskyldumál hennar megi ekki verða að kosningarmálum, en svo var hún með dóttur sína 14 ára með á myndum og hún kom fram á fundum með henni. Þannig hefði ég talið hana sjálfa búin að setja börnin sín á dagskrá. Alveg eins og ég las um daginn að nú séu repúblikanar að vonast eftir ævintýrabrúðkaupi sem beini jákvæðri athygli að Sarah Pallin. Reyndar velti ég fyrir mér frelsi þessara einstaklinga til að taka eigin ákvörðun, sýnist þetta svolítið líta út eins og skipulagt brúðkaup, eins og tíðkast á meðal öfgasinnaðra í ýmsum trúarbrögðum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband