Ömmur og afar merkilegt fólk

Húrra fyrir okkur ömmum og öfum. Eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita hef ég bloggað af miklum móð um barnabarnið og rannsóknir hans. Þar sem ég hef sannarlega notið þess að vera amma en í leiðinni horft á og upplifað með augum leikskólakennarans. En ef ég sný mér að fréttinni sem þessi færsla er hengd við vil ég nota tækifærið og benda á að í Ástralíu eru leikskólar ekki jafnalgengir og hérlendis og ekki var bara átt við ömmur og afa heldur aðra merkilega einstaklinga í lífi ungra barna. Í fréttinni segir nefnilega:

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru börn á aldrinum  3 til 19 mánaða fljótari að læra hlutina komi fleiri að umönnun þeirra en foreldrar þeirra en í flestum tilfellum mun þá vera um afa og ömmur þeirra að ræða.

Í Ástralíu er það e.t.v. algengast en hér er þessu að hluta öðruvísi farið. Hér eru börn hjá dagmömmum og í leikskólum. Ég vil í leiðinni minna á eldra blogg um áhrif félagslega stöðu á þroska barna.


mbl.is Afi og amma mikilvæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi að það væru einhver not fyrir okkur.

Elsa systir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo heppin að þrjú af fjórum barnabörnum mínum hafa búið hjá mér fyrsta árið.  Það er yndislegt að umgangast barnabörnin svona mikið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband