29.9.2008 | 23:23
Lifrabuff er máliđ
Ég las áđan ađ slátursala hafi fariđ af stađ međ trukki í haust. Víđa á heimilum á eftir ađ vera ţröngt í búi og fólk ţarf ađ sýna hagsýni í matarinnkaupum. Ţar sem ég var leikskólastjóri var einn réttur öđrum vinsćlli bćđi hjá börnum og starfsfólki, ţađ var lifrabuff međ brúnni sósu, rauđkáli og kartöflum/kartöflumús og steiktum lauk og kannski rabbbarasultu. Matráđskonurnar okkar voru snillingar ađ elda fyrirtaks lifrabuff fyrir yfir 200 manns og ţađ er ekki létt verk. Ég held reyndar ađ lifrabuff sé enn víđa vinsćlt í leikskólum. Ţađ var ekki bara ađ lifrabuffiđ hafi veriđ ódýrt heldur er ţađ fyrirtaks járngjafi. Ég held ađ lifur eđa lifrabuff einu sinni í viku sé bara hiđ besta mál.
Hér er uppskrift af lifrabuffi sem hljómar svipađ og sú sem ráđskonurnar á Ásborg gerđu.
Tvćr lifur (međalstórar)3-4 hráar kartöflursmá hveitismá mjólk (ca 3/4 dl)1 tsk pipar 3 tsk salt 4 laukar (getur líka veriđ fínt ađ henda eggi međ til ađ binda saman deigiđ). Hakkiđ saman í matarvinnsluvél. Mótiđ í frekar ţunn buff (svona eins og hamborgara) og steikiđ á pönnu viđ góđan hita. Gott ađ henda lárviđarlaufi á pönnuna (til ađ fá gott bragđ í sósuna). Gott ađ klára steikingu í ofninum (á međan ţiđ eruđ ađ malla sósuna á pönnunni). Ţar sem ég veit ađ fleirum en mér finnst gaman ađ leika međ krydd, bendi ég á ađ prufa sig áfram međ hvítlauk, koriander, engifer og fleira og fleira. bon appetit.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Athugasemdir
Ég gerđi góđ kaup um síđustu helgi ţegar ég keypti hjörtu og lifur og bjó til hunda og kattarmat, sem dugar mér í mánuđ ég er međ einn hund og 5 ketti. Svo kaupi ég náttúrulega lifur fyrir mig og börnin, ţau borđa lifrina öll nema sonurinn. Og svo eru hjörtun líka svakalega góđ, ég geri oft hjörtu og hakka ég ţau út í sósuna eftir eldun og hef kartöflumús međ. Ţađ er frábćr og ódýr matur.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 30.9.2008 kl. 01:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.