26.9.2008 | 10:05
Allur góður arkitektúr lekur
Ég rakst á afar áhugaverða grein eftir Ævar Harðarson arkitekt um byggingaskaða. Greinin fjallar um hluta af doktorsrannsókn hans við háskólann í Þrándheimi. Það sem vakti sérstakan áhuga hjá mér var aðferðafræðin, en hjá öðrum vekja niðurstöður og umfjöllunarefni sjálfsagt meiri áhuga.
Greinin ber hið skemmtilega nafn; Allur góður arkitektúr lekur, önnur skemmtileg tilvitnun er sótt til eins merkasta arkitekts Bandaríkjanna Frank Loyd Wright." Ef þakið lekur ekki hefur arkitektinn ekki verið nægjanlega skapandi". Frank Loyd Wright hefur ávallt verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér vegna tengsla hans við leikskólahreyfinguna í Bandaríkjunum fyrir aldamótin nítjánhundruð. En 1876 fór mamma hans á ráðstefnu þar sem m.a. var verið að kynna uppeldisfræði Fröbels. Hún keypti handa Frank litla fröbelkubba. Hann notaði þá alla ævi til að leysa og hugsa um vandamál sem snéru að t.d. jafnvægi. Í Frank Loyd Wright safninu í Chicago er hægt að sjá kubbasettið hans.
En greinina eftir Ævar er hér að finna.
Skortur á gæðastjórnun í mannvirkjagerð veldur mistökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Ég hlýt þá að búa í vel hönnuðu húsi hérna lekur smá, allavega með svalahurð og útidyrahurð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:36
Sæl og takk fyrir innlitið Jóna Kolbrún, hvernig er það líður þér ekki miklu betur núa með lekann, hann er bara gæðamerki. heheh. Í grein Ævars er saga um Frank Loyd Writght sem hafði hannað hús fyrir einhvern billjóner, sá hringdi í hann á jólunum og sagði að það rigndi ofan í matinn. Frank á að hafa svarað "færðu þá borðið". heheh
Kristín Dýrfjörð, 27.9.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.