20.9.2008 | 12:48
Söfnun til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands
Í gærkvöldi var söfnun til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Því miður var ég upptekin við annað og gat ekki fylgst með. Við Lilló vorum búin að ákveða að gefa í söfnunina og um það sá hann í gærkvöldi. Okkur finnst málið vera okkur skylt. Hefði Sturla sonur okkar lifað sitt slys, hefði það verið líf bundið í hjólastól. Hann fékk ekki það tækifæri nema í örfáar vikur, en við fengum tækifæri til að gefa í þessa söfnun. Í dag er ég hinsvegar búin að vera að leita frétta af söfnuninni á vefmiðlum og hef ekkert fundið. Nú vona ég bara að söfnunin hafi gengið vel og minni á að enn er hægt að gefa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kristín Dýrfjörð
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 358774
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
13.03 kom frétt þess efnis að 65 milljónir hefðu safnast, frábært. Ég er handviss um að þær eiga eftir að koma að góðum notum.
Kristín Dýrfjörð, 20.9.2008 kl. 14:35
Ég held að söfnunin hafi gengið mjög vel. Fylgdist með dagsrkánni og það var stórkostlegt að sjá hvað það er mikill kraftur í þeim sem standa á bak við hana.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:56
Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 19:56
Ég verð alltaf mjög hugsi þegar safnanir sem þessar eru í gangi. Vissulega er málið bæði mikilvægt og brýnt. Framtak þeirra sem að því standa er svo sannarlega aðdáunarvert. Ég fagna með öðrum yfir góðu gengi þessarar söfnunar og óska aðstandendum hennar til hamingju með það.
En það sem ég set stórt spurningarmerki við er: Á svona heilbrigðismál ekki heima á fjárlögum, þannig að allur kostnaður verði greiddur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna? Ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum þegar ég heyrði að ríkisstjórnin ætlar að leggja 1,5 milljón til málefninsins. Hún mátti vera mikið rausnarlegri en það.
Valgeir Bjarnason, 21.9.2008 kl. 00:03
Fram kom að ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að leggja þokkalega árlega upphæð til Mænuskaðastofnunarinnar þessarar - voru það 10 milljónir á ári í nokkur ár? Man það ekki alveg, en 1.5 milljónin var aukalega.
Hitt er annað mál að rannsóknir þessar ættu vissulega heima á ríkisfjárlögum löggjafarvaldsins. Ættu ekki að vera "hand-out" framkvæmdarvaldsins. Tel víst að þjóðin (skattgreiðendur) myndu styðja það heilshugar. Ætli fram hafi komið frumvarp frá þingmönnum um slíkt á öllum þessum árum? Veit það ekki, en meðan svo er ekki verður þjóðin að taka til sinna ráða, meðal annars með söfnun.
Mér finnst meira umhugsunarvert þegar auðmenn og fyrirtæki eru að gefa heilbrigðisstofnunum bráðnauðsynleg lækningartæki. Af hverju einfaldlega kaupir ríkissjóður (við) þessi tæki ekki? Ekki að góðgjörðir séu ekki vel þegnar og meintar.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 02:18
Sælir og takk fyrir innlitið og umræðuna. Ég er ekki sammála ykkur Valgeir og Friðrik um að ríkið ætti sjálfkrafa að styðja og halda upp þessum rannsóknum. Hins vegar finnst mér að ríkið eigi að efla rannsóknarsjóði sem hægt er að sækja í. Fyrir þessar sem og aðrar rannsóknir.
Nú veit ég ekki hvort ég man rétt en getur verið að ríki felli niður hluta aðflutningsgjalda af tækjum sem keypt eru af góðgerðarsamtökum/fólki og gefin, en ef viðkomandi stofnun kaupir sömu tæki, borgar hún af þeim. Mig minnir að ég hafi átt í slíkum samræðum fyrir nokkrum árum. Kannski að einhver hafi upplýsingar um hvernig þessu er háttað.
Kristín Dýrfjörð, 21.9.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.