Hvar eru leikskólakennararnir á höfuðborgarsvæðinu?

Ég er enn að skoða tölfræðileg gögn Hagstofunnar. Sjálfsagt eru þetta tölur sem sveitarfélögin hafa legið yfir og eru þeim vel kunnar. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir borgina að koma jafn illa út úr samanburði við önnur sveitarfélög og þar kemur fram. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig leikskólakennarar skiptast á höfuðborgarsvæðinu. Svo má líka spyrja hvað hafa hin sveitarfélögin verið að gera sem Reykjavík hefur ekki verið að gera?

Þróun leikskólakennara

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að meginskýringin liggi í tvennu:

Í fyrsta lagi hóf Reykjavík alvöru uppbyggingu leikskóla nokkuð á undan nágrannasveitarfélögunum. Um 1990 sóttu ekki einu sinni foreldrar í sambúð um leikskólapláss því engir nema forgangshópar komust að. Reykjavík gekk á undan á árunum 1993 og fram til þess tíma sem grafið sýnir.

Í öðru lagi hafa landfræðilegir þættir ráðið því hvar fólksfjölgunin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kort er skoðað er eðlilegt að eftir að Reykjavík var búin að byggja megnið að sínu miðlæga landi tók Kópavogur við sem átti þá Smárann óbyggðan. Garðabær var svo eðlilega næstur á eftir Kópavoginum og líklegt að Hafnarfjörður muni geta vaxið einna hraðast á næstunni. Þessi uppbygging hlýtur að hafa kallað á fjölgun leikskólakennara umfram það sem var í Reykjavík á tímabilinu.

Arnar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er rétt að Reykjavík hóf uppbyggingu á undan hinum sveitarfélögunum, ég var sjálf í svonefndri hagræðingarsamninganefnd á þeim tíma. En það skýrir ekki síðustu ár.  

Í öðru lagi verð ég að hafna þessu með landfræðilegu þættina. Ég fór í tölur Hagstofunnar um barngildi en þau mæla m.a. hversu hratt kerfið þenst út og gefa sterka vísbendingu um hversu margra leikskólakennara er þörf til að vinna með börnum inn á deildum. Ef þróun barngilda er skoðuð kemur í ljós að aukningin á milli áranna 2003 og 2007 í Reykjavík er um 4% á meðan að hún er um 15% í nágrannasveitarfélögunum. Sem styðja mál þitt um mikla uppbygginu á hinum stöðunum en ekki hvers vegna leikskólakennarar leita frekar þangað.

 

Barngildi RVkBarngildi höfuðb- rvk
20037.7144.667
20078.0435.523

Hinsvegar eru barngildin i Reykjavík klárlega miklu fleiri en á hinum stöðunum samanlagt (sjá töflu). Ég notaði líka barngildaútreikningana til að skoða hvað þarf marga leikskólakennara á báða staði til að ná 66% markinu og í Reykjavík eru það 664 en í hinum sveitarfélögunum 456. Tölur sem sína e.t.v. í hnotskurn hvað borgin er stór.  Og svona til að upplýsa um fjölda leikskóla þá voru þeir 1. desember 2007 í Reykjavík 94 á meðan að þeir voru 56 í hinum sveitarfélögunum.  

Kristín Dýrfjörð, 17.9.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband