Fyrstu skrefin

Sturlubarniđ hefur tekiđ svolítinn tíma í ađ ćfa sig í ađ ganga. Hann er búinn ađ ganga međ í nokkuđ langan tíma en hefur ekki viljađ sleppa sér. En á međan amma skrapp á ráđstefnu um leikskólamál til Noregs tók pilturinn upp á ţví ađ fara yfir heilu gólfin án hjálpar á tveimur jafnfljótum. Dálítiđ staurfćttur en fór samt. Afi tók af ţessu alveg dásamlegt myndband, ţađ sem stendur upp úr (ja fyrir utan skrefin) er ađ Sturlubarniđ sleppti aldrei augnsambandi viđ afa á gönguferđ sinni. Horfđi allan tímann einbeittur á afa. Leit ekki niđur, ekki til hliđar, bara á afa. Enn eru nú bara tvćr tennur komnar upp, kannski heldur hann upp á eins árs afmćliđ seinna í mánuđinum međ fleiri tönnum.   

Leikskóladvölin gengur eins og í sögu. Ţegar hann er orđinn ađeins ćfđari ćtla ég ađ fá ađ vera dagspart međ honum og gera uppeldisfrćđilegar skráningar. Hlakka mikiđ til. 

Evrópuverkefni   

Annars er ţađ helst í fréttum ađ ég á von á dönskum gesti Henrik Bak í nćstu viku sem ćtlar ađ heimsćkja nokkra skóla. Hann hefur í huga ađ bjóđa ţeim í samstarfsverkefni sem snýr ađ fjölmenningu og skapandi starfi. Ţetta er verkefni sem nokkur lönd koma ađ og snýr ađ ţví ađ byggja upp vitund um ţađ sem sameinar og ţađ sem er sérstćtt í Evrópu. Sjálf ţekki ég fólk í nokkrum löndum sem tekur ţátt. Ţau halda úti heimasíđu frá Hollandi sem hćgt er ađ lesa fleira um verkefniđ.  Ef einhverjir skólar hafa áhuga á ađ fá okkur í heimsókn eđa vera međ í verkefninu ţá er um ađ gera ađ senda mér póst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband