14.8.2008 | 10:13
Ólíkindatólin í borgarstjórn
Ég ætla að skreppa í berjamó, er að verða nokkuð viss um að í dag þegar ég kem heim verður kominn enn einn borgarstjórnarmeirihlutinn. Þar sem slík ólíkindatól eiga í hlut er erfitt að segja til um hvernig hann muni líta út. Hér eru nokkrar hugmyndir:
a. Hanna Birna borgarstjóri, Óskar forseti borgarráðs, formaður skipulagsráðs og ... framsókn fær fleiri nefndir en Ólafur fékk (enda fá þeir ekki borgarstjórastólinn). Óskar hefur mikla reynslu af borgarmálum hefur setið í nefndum og verið varaborgarfulltrúi síðan 1994.
b Til að leika á sjálfsæðisflokkinn, segir Ólafur af sér, Margrét Sverris tekur við hans stöðu og Tjarnarkvartettinn tekur við. Ólafur gerir starfslokasamning.
c. Tjarnarkvartettinn gerir málefnasamning við sjálfstæðismenn um að verja þá, vegna þess að þau finna til ábyrgðar gagnvart borgarbúum og vilja tryggja að borgin verði starfhæf næstu mánuði. Ólafur fær að dangla út í horni.
d. VG fer í samstarf við sjálfstæðisflokkinn, Svandís velur nefndaformensku fyrir sitt fólk og verður forseti borgarstjórnar. bæði a og d er gert undir því yfirskini að bjarga borginni á erfiðum tímum og að þora að taka ábyrgð.
f. Ekkert ofangreint heldur bara eitthvað allt annað sem ég hef ekki hugmyndaflug í.
Verst er að allt þetta ferli hefur gríðarleg áhrif á allt borgarkerfið, "litlir" þættir eins og sérkennsla líður fyrir. Starfsmannaráðningar í hinar ýmsu borgarstofnanir, ákvarðanir um skipulagsmál, allt líður þetta fyrir þann óstöðugleika sem ríkt hefur og útlit er fyrir að ríki áfram.
Það er nokkuð ljóst að flest það fólk sem nú er við völd í sjálfstæðisflokknum í borginni hefur tekið þátt í pólitísku fjöldasjálfsmorði. Það hefur ekki sýnt pólitískt hugrekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem það var valið til. Kynslóðaskipti sjálfstæðismanna í borginni hafa mistekist hrapalega.
Hvað sem gerist næstu mánuði verður það aldrei nema að krafs í bakkann.
Borgarfulltrúar segja fátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.