Var ekki á Clapton í boði bankans - heldur vina

Vinkona mín bauð mér með sér á Clapton tónleikana í gærkvöldi. Við völdum að mæta snemma og fengum stæði framarlega við sviðið. Hittum fullt af skemmtilegu fólki sem við röbbuðum við á meðan biðinni stóð. Á slaginu átta hóf svo Ellen upp raust sína. Klukkan níu byrjaði svo meistari Clapton. Við eins og fleiri hefðum alveg valið að heyra fleiri af eldri lögum hans. En auðvitað vilja tónlistamenn fá tækifæri til að kynna ný verk eftir sig. Ég átti heldur ekki von á öðru. Vinkona mín sagðist hafa fundið gigtina líða úr sér þegar leið á tónleikana og hún að hreyfa sig í takt við tónlistina. Við hörfðum vit á að mæta á sandölum en vorum heldur vel klæddar, fötum fækkað því aðeins þegar leið á kvöldið. Held að ég sé svona númeri minni í dag en í gær, eftir vatnstapið. Við vinkonurnar höfðum gert ráð fyrir að það tæki okkur smá tíma að komst heim. Ég var undirbúin með banana í bílnum. Við sátum og röbbuðum út í bíl í einhverjar 45 mínútur þangað til röðin kom að okkur og ég var komin heim rétt rúmlega 12 ánægð og sæl eftir vel heppnað kvöld.  

Á leiðinni út af tónleikunum smygluðum við okkur á eftir stúkugestum, þeir fóru flestir í rútur vel merktar Landsbankanum. Ég held að Landsbankinn hafi ekki boðið sínum bestu viðskiptavinum þeim sem halda upp bankastarfsemi fyrir þá á tónleikanna. Þá á ég við fólkið sem borgar endalausa dráttarvexti og yfirdráttarlán. Sem hefði sannarlega glaðst yfir góðu boði. Neibb held að flestir gestanna hafi verið fólk sem átti alveg fyrir miðunum. En Landsbankinn sér vel um sína gesti, það sáum við. Það var borið í þá veigar í föstu og rennandi formi. Ætla að leggja til við Lilló að hann skipti um banka, færi sig t.d. í minn. Nú veit ég svo sem ekki hvort hann ástundar svona boð eða gjafir, ég hef allté ekki orðið vör við það. En ef hann gerir það vona ég að hann hafi einhver jafnræðissjónarmið uppi þegar hann ákveður hvaða viðskiptavinir njóta góðs af. Best væri auðvitað ef þeir lækkuðu bara hin ýmsu gjöld.

Annars er farið að stilla upp fyrir Gay pride, heyri tónlist óma neðan úr miðbæ. Ætli sé ekki best að skreppa út og gá til veðurs, kannski að skreppa á Laugarveginn til þess.**)      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Kannski sjáumst við við veðurathuganir á laugaveginum

Bergljót B Guðmundsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Clapton stóð sannarlega fyrir sínu, og mér fannst blús-stemmningin hjá honum virkilega skemmtileg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.8.2008 kl. 16:21

3 identicon

Ég er ánægð með Clapton tónleikana, verst hvað ég var þreytt og átti því erfitt með að standa svona lengi

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér var ekki boðið á Clapton og er ekki viss um að ég hefði þegið slíkt. Eftir Cream hefur mér heldur leiðst maðurinn, þótt hann kunni ágætlega á gítar og miklu betur en ég. Aðallega leiðast mér hinar ýmsu væmnu ballöður hans, en blúsinn hans nær því að vera þolanlegur.

Ég hef undanfarið alvarlega íhugað það sem Kristín nefnir; að skipta um banka; yfirgefa Landsbankann. Vandinn er sá að allir bankarnir eru okurbúllur sem mergsjúga alþýðuna. Og stóru bankarnir eru búnir að gleypa litlu sætu bankana og sparisjóðina með húð og hári. Og enginn erlendur banki mættur til að efna til "samkeppni" (muniði þegar talað var um slíkt!?). Með öðrum orðum er sami rassinn undir þeim öllum. Illa þefjandi. Helst sýnist mér að KB banki komi til greina og þá aðallega vegna aðfarar fyrrum forsætisráðherra að þeim banka (en ekki að þessi banki bjóði betri innlánsvexti, lægri þjónustugjöld eða lægri útlánsvexti).

Afskaplega sakna ég gamla góða Alþýðubankans. Það var banki minn.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Sammála því að ég hefði viljað heyra fleiri af hans þekktari lögum. Mér leið reyndar þannig daginn eftir að ég treysti mér ekki á Gay Pride. Ég stóð upp á endann í rúma 4 tíma og gat hvergi tillti mínum fagra rassi. Ég var öll í bjúg á höndunum þegar ég kom út í bíl og leið daginn eftir eins og ég hefði drukkið tankbíl af vodka og bíllinn síðan keyrt yfir mig.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband