Ættarmót á Eskifirði - veiðimenn og kerlingafleytarar

Um helgina vorum við á niðjamóti á Eskifirði. Ég hafði ekki komið á Eskifjörð í 39 ár og var ekki viss um að rata. Var þó fljót að átta mig og fann strax hús afa og ömmu, hótelið þeirra og barnaskólann, gömlu símstöðina og bryggjurnar sem ég lék mér á sem barn. Ég verð að viðurkenna að allar fjarlægðir voru miklu meiri í minningunni. Mér fannst t.d. órafjarlægð heiman frá ömmu og afa niður að girðingunni þangað sem við sóttum mjólkurbrúsann þeirra á nagla. Já eða út í pöntunarfélag. Nú sé ég að þetta er allt steinsnar. Svona breytist afstaðan með lengd lappanna.

 Sjónarhæð húsið sem afi byggði og matti hræði steypuna í Hótel afa og ömmu 

Gamli barnaskólinn

Á leiðinni til Eskifjarðar fórum við norðurleiðina, gistum á Akureyri hjá vinkonu okkar sem reyndar er ættuð frá Eskifirði (Örnu Valsdóttur), skruppum út á Hjalteyri og fengum okkur kaffi í Bókaval sem heitir kannski Penninn núna og keyptum kjöt á grillið hjá Friðrik og Öddu á Friðriki fimmta. Síðan var lagt austur, stoppuðum reyndar í nokkra tíma við Ljósavatn þar sem Lilló reyndi árangurslaust að ná í fisk.

Eftir nokkur stopp á leiðinni renndum við frá Egilstöðum og beint inn í austfjarðarþokuna. Þokan lá eins og þétt slæða yfir og við sáum vart handa okkar skil. Lilló spurði hvar góða veðrið sem ég svo lofaði fyrir austan væri. Ég náttúrulega fljót til tilkynnti að það væri ekkert að þokunni, hún væri líka stór hluti af austfjörðunum og veðursældinni þar. Það er nefnilega lygnt í þokunni.

Síðasta aftakan á Austfjörðum á Mjóeyri

Þegar á tjaldstæðið við Mjóeyrina kom voru flestir mættir. Fólk í óðaönn að koma sér fyrir. Systkini (helmingur) mín höfðu verið á göngu fyrir austan alla vikuna áður. Búin að búa í tjaldi í viku, orðin nokkuð vön. Þeir sem ekki vildu stunda tjaldlíf gátu fengið leigð frábær smáhýsi. 

Við erum nokkuð dugleg að halda ættarmót, niðjar Kristínar Þorsteinsdóttur og Viggós Loftssonar, gerum það reglulega og venjulega er afar vel mætt. Mæting var þó frekar dræm í þetta sinn vorum um 35. Kannski var fjarlægðinni frá Reykjavík um að kenna. En hvað um það við sem mættum vorum afar ánægð og þótti gaman að vera með foreldrum okkar sem rifjuðu upp æskuárin á Hlíðarenda. Logi bróðir minn sá um skipulagið í þetta sinn og fórst það afar vel úr hendi.  

Efri röð mamma (Kristín), Matti, Doddi, Siggi neðri röð, Valdi, Haukur, Afi Viggó, Fúsi,  Amma Kristín með Tona í fanginu og Unnur við hlið hennar

Amma og afi með hópinn sinn

Lilló skrapp strax niður í fjöru með börnunum og viti menn í fyrsta kasti beit á þyrsklingur hjá sjálfri fiskifælunni, setti það mikið kapp í börnin sem upp frá þessu gerðust veiðimenn. Íris sem aldrei hafði farið í veiði varð undir eins mikil aflakló, náði strax miklu lagi á stönginni og kastinu. Hún veiddi m.a. hina prýðilegustu lúðu sem var grilluð um kvöldið.

´lilló að fixa stöng fyrir börninBaldur með stöngina

sölvi íris og lilló við veiðar

Daginn eftir var farið í bástferð á firðinum, bæði til að skoða og veiða. Fannst börnunum þetta hin mesta skemmtun. Á eftir fóru Mamma og Matti bróðir hennar með okkur í gönguferð um bæinn, sýndu okkur og sögðu frá. Við enduðum á byggðasafninu sem geymir einmitt eldavél langömmu okkar Þuríðar Andrésdóttur.

Gamlar endurminningar rifjaðar uppSteinn þar sem húsið sem langafi minn byggði og mamma og systkini hennar fæddust í 

var það þarnamamma og matti 2

eldavél Þuríðar langömmu minnar af Hlíðarenda (á byggðasafninu)

 

Viggó bróðir minn, Barbara kona hans og gerður systir eru öll áhugafólk  um kajakaróður. Þau höfðu verið að róa hér og þar við austurland og nú voru bátarnir teknir niður. Gerður og Viggó fóru í langan túr og svo kenndi Gerður, Viggó Þór tökin. Mér skilst að  hann hafi smitast alvarlega (reyndar held ég líka að lítið hafi þurft til en það er nú önnur saga). 

Gerður og Viggó Þór kennslagerður pró

Viggó þór á ferðViggó í blautgalla

 

Um kvöldið grilluðum við saman í Randulffssjóhúsi. Þar er frábær aðstaða. Börnin höfðu nóg við að vera og hinir fullorðnu líka. Grjótburður, veiðar, matur, rabb og meira rabb að ógleymdum kerlingafleytingum, allt var þetta ástundað að mikilli list.

Andri Sigfús í fjöru2á meðan Baldur og Óskar páll burðuðust með grjót þá veiddi Sölvi einn

fleyta kerlingum2Hér er fengurinn

lúðan tilbúin fyrir grillVera með Martein

lilló, íris, birta og ingibaldur með stóra á bryggjunni

fleyta kerlingummatti og unnur

Frænkurkarlar grilla

Eftir matinn fórum við niður á Mjóeyri á þann stað sem Eskfirðingar höfðu sín áramótabál á árum áður (og kannski enn), þar var kveiktur varðeldur og sungið við m.a. gítarundirleik Lilló. Sumt kunni hann ekki t.d. lagið sem öll börnin kunna um bahama og vísakort. Við sungum líka Þýtur í laufi en lagið er eftir Dídu (Aldísi Þuríði Ragnarsdóttur) frænku mína. Ragnar ömmubróðir minn var einmitt skólastjóri í Barnaskólanum á Eskifirði á árum áður. 

Tunglið, hólmatindur og Logivarðeldur á Mjóeyrinni þar sem áramótabrennan var þegar mamma ólst upp

Daginn eftir á sunnudegi, fórum við systkinin með mömmu út í Helgustaðarnámu þar sem afi vann áður fyrr. Ég gleymdi því miður að setja rafhlöðuna í myndavélina. Það var gaman að koma að námunni. þegar við vorum lítil var (og er) til silfurberg heima sem við gátum lesið í gegn um. Alveg tær steinn. Svona eins og var notaður í smásjár og fleytti fram þekkingu mann á eðli ljóssins og ljósbroti.

icelandspar_060305 Sifurberg í náttúrusögusafni í London.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband