Eins og svarthol í skammdeginu

Litir og birta hafa mikil áhrif á líðan margra, þ.á.m. mína. Litur sem er í lagi á björtum sumardögum verður eins og svarthol í umhverfinu í myrkri, rigningu og skammdegi. Mér finnst t.d. húsið á Lækjartorgi sem merkt er gestastofa allt í lagi núna, en ég held að að verði skelfilegt í haust og vetur. Stundum held ég að fólk gleymi að skammdegið er langt á Íslandi. ég vona að Blönduósingar hafi ráð á að lýsa kirkjuna upp í hvert sinn sem ljósmagn fer niður fyrir ákveðið stig svona til að draughræddar manneskjur þori framhjá henni.

Gamli skólinn í forgrunni en nýja kirkjan í bakgrunni


mbl.is Kirkjan dökknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband