17.7.2008 | 02:43
Hrollvekjandi mynd af hegðunarskólum
Áðan svissaði ég yfir á DR 2 og lenti á mynd um hegðunarmótunarskóla (WWASP) í Bandaríkjunum fyrir unglinga 12 -18 ára. Eigandi þeirra er mormóni sem segist byggja starf sitt á á Skinner og Guði. Eigandinn hefur rakað saman milljónum. Skólarnir (ef kalla á svona stofnanir skóla) eru um öll Bandaríkin og nokkrum öðrum stöðum þar sem lög um börn eru e.t.v. ekki sterk s.s Jamica og Costa Rica.
Á vefnum er að finna fjöldann allan vefsíða fólks sem hefur verið í þessum skólum og telur þá vera kúlt. Þar eru sjálfshjálparsíður og aðvaranir til foreldra. Merki sem foreldrar eiga að taka alvarlega s.s. ef barnið þeirra má ekki tala við það einslega, eða læknishjálp er ekki á staðnum eða að... listinn er langur. Aðrir þakka guði fyrir að hafa fundið þessa skóla, þeir hafi bjargað fjölskyldum þeirra.
Málaferli hafa verið í gangi gegn skólunum. Vegna, ofbeldisbrota af ýmsu tagi, meðal þeirra líkamlegar refsingar og kynferðislegt ofbeldi. Einn fyrrum starfsmaður lét þau orð falla að þegar hún hafi heyrt lýsingar frá Abu Grail fangelsinu, hafi það minnt hana á vinnustað sinn. Um hana hafi farið hrollur. Önnur sagði við töluðum aldrei um þetta, þá hefðum við misst vinnuna. best að þegja og þá er eins og ekkert hafi gerst. Heimildarmyndin fylgdi eftir málaferlum móður sem átti að neyða til þagnar um það sem hún upplifði í skóla sem hún sendi drengina sína í, í góðri trú. Vel að merkja hún vann, það er ekki hægt að banna foreldrum og börnum að ræða um reynslu sína opinberlega. Ekki einu sinni þó því sé borið við að aðferðafræðin sé viðskiptaleyndarmál.
Aðaleigandi skólanna var einn aðal fjáröflunarmaður repúblikanaflokksins í Utah, aflaði 2,7 milljón dollara í kosningarsjóði þeirra. Í fyrra varða hann að segja af sér sem einn aðalstjórnandi fjáröflunarhóps Romney "langar til að verða" forsetaframbjóðanda. Uppi voru getgátur um að Romney yrði að skila öllu fénu, gæti ekki haft svona lík í lestinni sinni.
Eftir að hafa horft á heimildamyndina sem að hluta var tekin með földum vélum inn í skólanum og lesið mér til á vefnum setur að mér hrollur. Minnti mig á heimildarmynd um ofurkristnu skólana sem sýnda var í sjónvarpi hér í fyrra.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Kristín, er að koma hér inn í fyrsta sinn og ætla ekki að læðast út aftur. Skemmtilegt að heyra þig lýsa því er þú fluttir í Blesugróna,
Því ég þekki þessar umbúðir vel.
Er ég var krakki gekk ég oftar en ekki frá Elliðaárdalnum yfir rjúpnahæðina og að Vatnsendalandi þar áttu mamma og pabbi sumarbústað, en ég átti vinkonu í dalnum, engar byggingar voru fyrir mér á þeirri leið, bara berin blá að týna.
Sagt er að mormónar séu afar ríkir og valdamiklir í Bandaríkjunum og að það hnökri eigi í þeim til hefnda, ef þeim hugnast svo.
Hef aðeins kynnst þessu í gegnum ættingja.
Það er ekkert undarlegt við land eins og Bandaríkin, sem halda að þeir beri mestan hag fyrir börnum sínum,
að vilja ekki samþykkja barnasáttmála S.Þ.
Sómalíu þekki ég ekki til, svo gjörla.
Enn Bandaríkin vilja og hafa ætíð viljað oka sín ungviði til hlýðni.
Þeir eru engu betri en þær þjóðir sem þeir setja sem mest út á sjálfir.
Það er mjög svo gott að lesa frá einhverjum sem setur leikskólana á oddinn, þar hef ég sterkar skoðanir á málum,
vegna þess að þar byrjar allt fyrir litla barnið sem á lífið fyrir sér.
Takk fyrir góðan pistil
Kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 08:07
Takk fyrir innlitið Guðrún Emilía og ávallt velkomin. Flest þekkjum við Mormóna aðeins afspurn og af drengjunum sem birtust ávallt tveir og tveir í stífum jakkafötum við dyrnar hjá manni á árum áður og reyndu að selja manni opnun til himnaríkis.
En varðandi Barnasáttmálann þá er það m.a. vegna ýmissa ákvæða m.a. um að í augum laganna sé fólk, börn til 18 ára aldurs sem og að börn eigi rétt á að hafa rödd sem á er hlustað í málefnum er þau varða.
en þetta er úr skýrslu SÞ um ástandið í Sómalíu.
Grave violations against children increasing in Somalia, UN report says
11 June 2008 – The number of grave human rights violations against children in Somalia, from acts of murder and rape to the recruitment of child soldiers to the denial of humanitarian access to those in need, have all increased in the past year, Secretary-General Ban Ki-moon said today in a new reportto the Security Council.
og þetta er af Wikipedia um afstöðu Bandaríkjamanna.
The most controversial tenets of the Convention are the participatory rightsgranted to children.[41]The Convention champions youth voicein new ways. Article 12 states:
The USA and Somalia are the only countries which have failed to ratify that agreement.[43]Most often Americans dismiss the CRC with the reasoning that the nation already has in place everything the treaty espouses, and that it would make no practical difference.[44]Much of the opposition to children's rights in the United States is currently expressed towards the Convention on the Rights of the Child, with US President George W. Bushexplaining in 2001:
Several conservative religious organizations in the United States oppose parts of the Convention on the Rights of the Child. These organizations include the Christian Coalition, Concerned Women for America, Eagle Forum, Family Research Council, Focus on the Family, the John Birch Society, the National Center for Home Education,[46] Home School Legal Defense Association[47]and the Rutherford Institute.[48]The United States Senatehas repeatedly rebuffed attempts to ratify the agreement as well, with 26 senators signing a 1995 resolution stating,
Other religious[49]and social organizations opponents oppose the Convention on the basis of parental rights. According to one organization the CRC, "is capable of attacking the very core of the child-parent relationship, removing parents from their central role in the growth and development of a child, and replacing them with the long arm of government supervision within the home."[50]
Kristín Dýrfjörð, 17.7.2008 kl. 14:29
Ég hef lesið margt af þessu, og er þetta í mínum huga þvílíkur óhugnaður að ég held að maður láti margt af þessu í geymsluhólf.
En í seinni tíð eftir að ég fann bloggið þá fær maður vitneskju, víðsýni
og rifjar upp ýmislegt.
Hef verið aðallega í að vekja fólk til umhugsunar um það sem er að gerast í kringum það í hinu daglega lífi, því miður þá er fólk sofandi
og vill loka á það sem því finnst óþægilegt.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.