þrefallt afmæli - húrra húrra húrra

Ég var að koma úr þreföldu afmæli systkina minna og mágkonu og er nú runninn upp minn eigin afmælisdagur. Afmælið hjá hinum var flott, góður matur, skemmtilegt fólk og góð skemmtiatriði. Þau voru nú aðallega í formi söngs og hljóðfæraleiks annarra fjölskyldumeðlima. Lilló og Barbara brilleruðu náttúrulega, bæði með frumsömdu og gömlu og góðu. Lilló spilaði á sinn gítar en Barbara mætti með fiðluna hans Baldurs, hún meðhöndlaði hana annars eins og selló, kallaði hana litla sellóið. Svo stigu á svið Daníel Tjörvason og vinur hans Jón Ásgeir. Þeir voru búnir að æfa mikla söngdagskrá og slógu í gegn drengirnir, eiga örugglega mikla framtíð fyrir sér í þeim bísness ef þeir kjósa. Hafa nokkurn  tíma  til að skoða hug sinn eru að ljúka 7 bekk. Logi bróðir sjá um veislustjórn og hann hélt utan um músíkina. Hann er heyrnarlaus á öðru og við systkinin höfum veitt því eftirtek að hann á aldeilis til að hækka styrkinn í græjunum þegar líða fer á kvöld og bjórglösum fjölgar. Annars er hann pínu proffi í þessu, var það sem kallast DJ á sínum sokkabandsárum. Spilaði m.a. á Borginni og H100 (ef einhver veit hvað það var).

Setti inn slatta af myndum í séralbúm hér til hliðar en læt líka nokkrar fylgja með hér. Svona til að spilla ekki deginum fyrir hinum (með því að gera hann að mínum hehehh) fór ég heim þegar klukkuna vantaði tvær í miðnætti. Þá var veislan í fullu fjöri og gítarar og söngbækur höfðu verið dregnar fram.

Þegar þetta er ritað held ég og ef ég þekki systkini mín rétt (öllsömul fimm) þá eru þau öll um það bil að verða hás af söng. Ef þau líta til mín í afmæliskaffi á morgun verða þau kjaftstopp af hæsi.

ps. Og svo verð ég að óska okkur öllum til hamingju með þau sjálfsögðu mannréttindi samkynhneigðra að geta gengið að eiga sína heittelskuðu þar sem þeir/þær kjósa.  

innlifun dúettinn

afmælsibarnið gerður afmælishjónin Nína og Tjörvi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með frændgarðinn og til hamingju með afmælið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir það.

Kristín Dýrfjörð, 28.6.2008 kl. 02:27

3 identicon

Til hamingju með daginn

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 08:43

4 identicon

Til hamingju með daginn,
Ég hringi þegar ég er orðin nokkuð viss um að þú sért vöknuð
Kveðjur frá Barcelona  

Guðrún Alda Harðardóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk og Svava sömuleiðis til hamingju með afmælið

Kristín Dýrfjörð, 28.6.2008 kl. 11:49

6 identicon

Til hamingju með afmælið.

Fjóla Þorvalds. (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 11:59

7 identicon

Til hamingju með afmælið.

Sigga í Fögrubrekku (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband