Allra bestasti staður í heimi

"Þetta er allra bestasti staður í heimi" sagði drengurinn sem ég hitti í efnisveitunni í Hafnarfirði í dag. Hann var þar með öðrum krökkum úr heilsdagsskólanum í Fossvogsskóla. Þau þurftu að taka þrjá strætisvagna til að koma, en létu það ekki stoppa sig. Mættu klukkan 11 í morgun og voru til 14. Sköpuðu og léku sér af list. "Eigum við eftir að koma aftur" heyrði ég annað barn spyrja. "Má ég taka vélmennið mitt með" spurði ein lítil trítla sem var búin að missa framtennurnar. Vélmennið var aftur vel tennt. 

Efnisveitan hefur iðað af lífi síðustu vikurnar og vonandi á hún eftir að iða lengi enn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hljómar ótrúlega spennandi....!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 25.6.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Hljómar frábærlega, gangi þér áfram vel með efnisveituna.

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 25.6.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk bæði tvö, í dag var þar hópur frá Álftabæ (Tónabæ), þau komu 11 o fóru 14.30. Dæmi um það sem Þau gerðu er regnstafir, hristur af ýmsum gerðum, kross á leiðið hans afa, sverð, mini me, karlar, tölvur, belti, grifflur, lampa og fleira og fleira.

Kristín Dýrfjörð, 25.6.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband