13.6.2008 | 13:48
Að vera dóni eða sýna af sér dónalega hegðun
Í anda góðrar uppeldisfræði beindi Geir forsætisráðherra athyglinni að hegðun Sindra en ekki að persónu Sindra. Á því er nú nokkur munur. Í hádegisfréttum Stöðvar tvö sagði Edda í kynningu að Geir hefði kallað Sindra dóna, en það gerði hann alls ekki, hann sagði hegðun hans dónalega. Þeir sem hafa starfað með börnum þekkja einmitt áhersluna sem er á að beina athyglinni að hegðuninni. Barnið er ekki slæmt þó hegðun þess á einhverju andartaki geti verið slæm. Hvort hegðun Sindra var dónalega er svo allt annað mál og um það sjálfsagt skiptar skoðanir. Ég held t.d. að forsætisráðherrar megi alltaf búast við því að fá pólitískar spurningar frá fjölmiðlafólki það sé hluti af starfi beggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Alveg hárrétt! En hvar kom dónaskapurinn fram?
Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2008 kl. 14:06
Það er einmitt túlkunaratriði, forsætisráðherrar vilja hafa þann háttinn á að fá ekki á sig fyrirspurnir nema á skipulögðum fundum-viðtölum og svo í drottningarviðtölum sem plönuð eru fyrirfram. Kannski telur Geir það vera dónaskap að spyrja á þann hátt sem Sindri gerði með myndarvélar á eftir sér. Þar sem ég er ekki Geir get ég lítið vitað um það.
Kristín Dýrfjörð, 13.6.2008 kl. 14:25
Ég get ekki séð að Sindri hafi sýnt af sér neinn dónaskap. Þvert á móti sýndi forsætisráðherra af sér fádæma rudda og dónaskap með tilsvörum sínum.Svona hegðun sæmir ekki því embætti sem Geir veitir forstöðu.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:51
Dóni = maður sem hegðar sér dónalega.
Hvor er meiri dóni Sindri eða Geir, það er svo aftur umdeilanlegt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:16
Að sitja fyrir honum, það er líklega það sem Geir fannst vera dónaskapur, að koma úr launsátri.
Evert S, 13.6.2008 kl. 18:42
Þetta er eitthvað sem ég hef alveg misst af, Kristín; en kannski skiptir það ekki máli því að þú ætlaðir bara að hæla Geir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.6.2008 kl. 21:44
Ekki að hæla fyrir stjórnmálaskoðanir - heldur fyrir að beina athygli að hegðun (hvort sem ég er honum sammála eða ekki um að viðkomandi hegðun hafi verið dónaleg). Þegar ég var ungur fóstrunemi var mikið rætt um orðanotkun, eitt af því sem löngum hefur tíðkast á Íslandi er að segja t.d. "svona gera bara ljót börn" í stað þess að segja það er "ljótt" slæmt að gera svona. Rifjaði þetta bara upp i dag þegar ég heyrði umfjöllunina á stöð 2.
Kristín Dýrfjörð, 14.6.2008 kl. 02:24
Mér fannst hegðun Geirs dónaleg; Dónaleg við fréttamanninn og dónaleg við þjóðina.
Hann er "forstjóri" Íslands og við eigum rétt á að vita hvað hann hyggist gera eða ekki gera. Hann er hins vegar komin á þær buxurnar að okkur komi ekkert við hvernig landinu er stýrt. Hann og Ingibjörg er sammála um þetta. Í þeirra augum er gagnrýni og fyrirspurnir lágkúrulegar og einelti. Hrokinn hefur hér gengið einum og langt.
Halla Rut , 14.6.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.