Að vera dóni eða sýna af sér dónalega hegðun

Í anda góðrar uppeldisfræði beindi Geir forsætisráðherra athyglinni að hegðun Sindra en ekki að persónu Sindra. Á því er nú nokkur munur. Í hádegisfréttum Stöðvar tvö sagði Edda í kynningu að Geir hefði kallað Sindra dóna, en það gerði hann alls ekki, hann sagði hegðun hans dónalega. Þeir sem hafa starfað með börnum þekkja einmitt áhersluna sem er á að beina athyglinni að hegðuninni. Barnið er ekki slæmt þó hegðun þess á einhverju andartaki geti verið slæm. Hvort hegðun Sindra var dónalega er svo allt annað mál og um það sjálfsagt skiptar skoðanir.  Ég held t.d. að forsætisráðherrar megi alltaf búast við því að fá pólitískar spurningar frá fjölmiðlafólki það sé hluti af starfi beggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alveg hárrétt! En hvar kom dónaskapurinn fram?

Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er einmitt túlkunaratriði, forsætisráðherrar vilja hafa þann háttinn á að fá ekki á sig fyrirspurnir nema á skipulögðum fundum-viðtölum og svo í drottningarviðtölum sem plönuð eru fyrirfram. Kannski telur Geir það vera dónaskap að spyrja á þann hátt sem Sindri gerði með myndarvélar á eftir sér. Þar sem ég er ekki Geir get ég lítið vitað um það.   

Kristín Dýrfjörð, 13.6.2008 kl. 14:25

3 identicon

Ég get ekki séð að Sindri hafi sýnt af sér neinn dónaskap. Þvert á móti sýndi forsætisráðherra af sér fádæma rudda og dónaskap með tilsvörum sínum.Svona hegðun sæmir ekki því embætti sem Geir veitir forstöðu. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:51

4 identicon

Dóni = maður sem hegðar sér dónalega.

Hvor er meiri dóni Sindri eða Geir, það er svo aftur umdeilanlegt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Evert S

Að sitja fyrir honum, það er líklega það sem Geir fannst vera dónaskapur, að koma úr launsátri.

Evert S, 13.6.2008 kl. 18:42

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er eitthvað sem ég hef alveg misst af, Kristín; en kannski skiptir það ekki máli því að þú ætlaðir bara að hæla Geir

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.6.2008 kl. 21:44

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ekki að hæla fyrir stjórnmálaskoðanir - heldur fyrir að beina athygli að hegðun (hvort sem ég er honum sammála eða ekki um að viðkomandi hegðun hafi verið dónaleg). Þegar ég var ungur fóstrunemi var mikið rætt um orðanotkun, eitt af því sem löngum hefur tíðkast á Íslandi er að segja t.d. "svona gera bara ljót börn" í stað þess að segja það er "ljótt" slæmt að gera svona. Rifjaði þetta bara upp i dag þegar ég heyrði umfjöllunina á stöð 2.

Kristín Dýrfjörð, 14.6.2008 kl. 02:24

8 Smámynd: Halla Rut

Mér fannst hegðun Geirs dónaleg; Dónaleg við fréttamanninn og dónaleg við þjóðina.

Hann er "forstjóri" Íslands og við eigum rétt á að vita hvað hann hyggist gera eða ekki gera. Hann er hins vegar komin á þær buxurnar að okkur komi ekkert við hvernig landinu er stýrt. Hann og Ingibjörg er sammála um þetta. Í þeirra augum er gagnrýni og fyrirspurnir lágkúrulegar og einelti. Hrokinn hefur hér gengið einum og langt.

Halla Rut , 14.6.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband