12.6.2008 | 01:41
Yfirklór Sjálfstæðisflokksins
Fyrir nokkru bloggaði ég um áform borgarinnar um samning við Skóla ehf, þá hafði ég heyrt eftir afar áreiðanlegum heimildum að Skóla ehf hafi verið boðið þetta verkefni að fyrra bragði. Auglýsingin hafi því verið hreint yfirklór. Það er alveg ljóst að samningur borgarinnar er í takt við slíka atburðarrás og auglýsingin á sínum tíma hönnuð fyrir Skóla ehf. Hvenær hefur t.d. heyrst að forskrift útboðs sé að finna á heimasíðu þess fyrirtækis sem síðan fær verkefnið?
Að öðru leyti óska ég Skóla ehf til hamingju með samninginn, það er löngu tímabært að þróa yngstu deildirnar frekar. Hefði auðvitað viljað sjá opnari auglýsingu og allra helst að borgin biði sínu eigin fólki verkið, enda mikil þekking og mannauður þar til staðar. Sjálf byrjaði ég minn starfsferil sem leikskólakennari á ungbarnaskóla í Reykjavík (já þeir eru og hafa alltaf verið til), þaðan á ég gríðarlega ánægjulegar minningar. Yngstu börnin í leikskólum borgarinnar voru rétt þriggja mánaða á þeim tíma. Yngsta barnið sem ég sjálf tók inn sem leikskólastjóri var fjögurra mánaða, stúlka sem er um tvítugt í dag.
Fréttatilkynning frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í leikskólaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.