Dugmiklar mömmur og frábærir krakkar í Hafnarfirði

Um allt land er fólk sem gefur vinnu og tíma sinn til að gera samfélagið betra, í Hafnarfirði er ég að vinna með slíku fólki þessa daga. Nú er verið að umbreyta gömlu búðinni efst á Álfaskeiði (númer 115) í undraheim. Þar er verið að setja upp skapandi efnisveitu sem stendur leikskólum Hafnarfjarðar opin næstu viku og öllum almenningi um næstu helgi. Þær Michelle, Guðný, Edda Lilja og Svanhildur hafa unnið þrekvikri. Þær hafa með hjálp ýmissa aðila í bæjarfélaginu og auðvitað með stuðningi samstarfsfólks í leikskólunum Stekkjarási og Hlíðarbergi safnað og flokkað efnivið. Þær hafa sett upp hreinustu ævintýraveröld. Ég er svo heppin að hafa haft tækifæri að rétta þeim örlitla hjálparhönd. Fengið að sjá þetta undrabarn fæðast.

Næstu daga ætla ég að fá að vera eins og fluga á vegg á Álfaskeiðinu og ég ætla að deila reynslu minni með lesendum.

Sannarlega vona ég að fjölmiðlar sýni þessu merka framtaki áhuga. Framtaki sem hefur byggst á einbeittum vilja og ómældri framkvæmdagleði og sjálfboðavinnu. Sem byggist á hugsjón um það að skapa, skoða og að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. Jörðinni okkar.

Í dag var ég á Álfaskeiðinu og upplifði fólkið í hverfinu sem kom og fékk að gægjast inn, hitta fólkið í Hafnarfirði sem hefur stutt framtakið koma og forvitnast um hvað það var að styrkja og ég fékk að sjá undrunina í augum þess.

Ég hef séð þátttöku barna leikskólakennaranna. Þau Eyþór, Bjartur, Ása og Gabríela létu sitt ekki eftir liggja, voru óþreytandi við að hlaupa með kassa, sækja tangir, fara út með spýtur, skreyta skilti, byggja úr efniviðnum. Þetta er alveg frábær börn sem hafa sannarlega sýnt dug sinn og hugmyndaflug undafarna daga. Það er búið að vera verulega gaman að fá að kynnast þeim.

 

2080428002  2080428004 

 2080428006 2080428005 

2080428011
 

Myndir fengnar af láni af heimasíðu Stekkjaráss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband