25.5.2008 | 21:44
Af hverju ekki Sumardagurinn fyrsti?
Fyrst ber að óska vinningshöfum dagsins til hamingju, síðan að furða sig á að þessi dagur hafi verið valinn. Í mínum huga er aðeins einn dagur sem kemur til greina sem dagur barnsins og ég hefði viljað sjá hann valinn. Það er að sjálfsögðu Sumardagurinn fyrsti sem löngum hefur verið helgaður íslenskum börnum. Mér hefði fundist flott hjá ráðmönnum að minna enn frekar á þann dag og kannski stuðla að því að hann verði ekki seldur sem sérstakur frídagur í kjarasamningum framtíðar.
Það má vera að ég sé líka sérstaklega veik fyrir Sumardeginum fyrsta vegna tengsla hans við mína stétt og málefni barna.
Merki og hljómur dags barnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 26.5.2008 kl. 00:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Ég er sammála þér. Þetta var líka hugleiðing Félags ábyrgra feðra fyrir ríflega 2 árum síðan í sínum blaði á bls 13, þ.e. að það vantaði formlega dag barna á Íslandi og upplagt væri að nota sumar daginn fyrsta sem formlega dag barnanna.
Gísli Gíslason, 25.5.2008 kl. 22:41
Já ég get verið sammála þér varðandi sumardaginn fyrsta. Sniðugt væri að dagur barnsins væri á sumardaginn fyrsta ár hvert.
En hvað meinarðu með tengsl Sumardagsins fyrsta við þína stétt og málefni barna? (ég er líka leikskólakennari)
Kv. Rannveig
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:45
Ég er hjartanlega sammála. Gleymi aldrei leiksigrum okkar Barónsborgarkrakka á skemmtun Sumargjafar á sumardaginn fyrsta fyrir næstum hálfri öld. Þá kom út bók á hverju ári með sögum; mig minnir að hún hafi heitið Sólhvörf, og þetta var sannkallaður barnadagur, með skrúðgöngum og skemmtilegheitum. Þá fengu krakkar líka sumargjafir, alla vega þeir sem áttu góðar ömmur á Siglufirði. Sumardagurinn fyrsti var Barnadagurinn.
Kveðja,
B
Bergþóra Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:49
Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað á Sumardaginn fyrsta þann 1924, það helgaði sig málefnum barna og stofnaði fjölda barnaheimila og leikskóla í Reykjavík og Uppeldisskóla Sumargjafar sem var forveri Fósturskólans. Áratugum saman fengu nýútskrifaðir leikskólakennarar númerað merki Sumargjafar við útskrift. Eins og koma fram í máli Bergþóru stóðu "fóstrur" og nemar fyrir sérstakri hátíð hér í Reykjavík á Sumardaginn fyrsta í áraraðir. Sumargjöf gerði fyrir mörgum áratugum tilraun til að halda úti blaði um uppeldismál en það lognaðist út af, hins vegar voru Sólhvörf gefin út um langan tíma. Á m.a. nokkur eintök sjálf.
Og takk Begga vissi ekki að þú hafir verið á Barónsborg, kann skemmtilega sögu þaðan frá "fóstru" sem þar starfaði fyrir rúmum 50 árum. Já ömmur á Siglufiðri áttu til að senda góða hluti, mín var með tæknidellu.
Og eins og ég sagði upphaflega þá furða ég mig á þessu dagavali, af hverju ekki að halda sig við Barnadaginn eins og Sumardagurinn fyrsti var líka kallaður.
Kristín Dýrfjörð, 26.5.2008 kl. 00:04
Nú er ég spennt að heyra meira af fóstrunni. Var það Lára?
Bergþóra Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:27
Nei reyndar ekki, Svandís var það. En var Lára Gunnars að vinna á Barónsborg á þinni tíð?
Svandís sagði mér eitt sinn fyrir löngu (held að henni sé sama þó ég vitni í söguna) að þegar hún hafi verið nýútskrifuð (1951-52) hafi hún ráðið sig á Barónsborg. Einn daginn hafi hún farið inn til forstöðukonunnar til að kvarta yfir einum pabbanum. Hann hafi alltaf verið að spyrja þær um allt mögulegt og sýnt því sem þær voru að gera mikinn áhuga, vildi fylgjast með starfinu og þessháttar. Hún sagði forstöðukonunni að hún hafi sko ekki ráðið sig til þess að hafa einhverja pabba hangandi yfir sér.
Í dag fagna flestir áhuga foreldra og við Svandís báðar tekið hinum sama pabba fagnandi. En umræðuefni okkar var einmitt breytt viðhorf til foreldrasamstarfs sem við báðar fögnuðum.
Kristín Dýrfjörð, 26.5.2008 kl. 00:38
Tek heilshugar undir þetta. Það væri einstaklega vel til fundið að gera sumardaginn fyrsta að degi barnsins.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.5.2008 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.