Af hverju ekki Sumardagurinn fyrsti?

Fyrst ber að óska vinningshöfum dagsins til hamingju, síðan að furða sig á að þessi dagur hafi verið valinn. Í mínum huga er aðeins einn dagur sem kemur til greina sem dagur barnsins og ég hefði viljað sjá hann valinn. Það er að sjálfsögðu Sumardagurinn fyrsti  sem löngum hefur verið helgaður íslenskum börnum. Mér hefði fundist flott hjá ráðmönnum að minna enn frekar á þann dag og kannski stuðla að því að hann verði ekki seldur sem sérstakur frídagur í kjarasamningum framtíðar. 

Það má vera að ég sé líka sérstaklega veik fyrir Sumardeginum fyrsta vegna tengsla hans við mína stétt og málefni barna.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er sammála þér. Þetta var líka hugleiðing Félags ábyrgra feðra fyrir ríflega 2 árum síðan í sínum blaði á bls 13, þ.e. að það vantaði formlega dag barna á Íslandi og upplagt væri að nota sumar daginn fyrsta sem formlega dag barnanna.

Gísli Gíslason, 25.5.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já ég get verið sammála þér varðandi sumardaginn fyrsta.  Sniðugt væri að dagur barnsins væri á sumardaginn fyrsta ár hvert. 

En hvað meinarðu með tengsl Sumardagsins fyrsta við þína stétt og málefni barna?  (ég er líka leikskólakennari)

Kv. Rannveig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Ég er hjartanlega sammála.  Gleymi aldrei leiksigrum okkar Barónsborgarkrakka á skemmtun Sumargjafar á sumardaginn fyrsta fyrir næstum hálfri öld.  Þá kom út bók á hverju ári með sögum; mig minnir að hún hafi heitið Sólhvörf, og þetta var sannkallaður barnadagur, með skrúðgöngum og skemmtilegheitum.  Þá fengu krakkar líka sumargjafir, alla vega þeir sem áttu góðar ömmur á Siglufirði.  Sumardagurinn fyrsti var Barnadagurinn.

Kveðja,

B

Bergþóra Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað á Sumardaginn fyrsta þann 1924, það helgaði sig málefnum barna og stofnaði fjölda barnaheimila og leikskóla í Reykjavík og Uppeldisskóla Sumargjafar sem var forveri Fósturskólans. Áratugum saman fengu nýútskrifaðir leikskólakennarar númerað merki Sumargjafar við útskrift. Eins og koma fram í máli Bergþóru stóðu "fóstrur" og nemar fyrir sérstakri hátíð hér í Reykjavík á Sumardaginn fyrsta í áraraðir. Sumargjöf gerði fyrir mörgum áratugum tilraun til að halda úti blaði um uppeldismál en það lognaðist út af, hins vegar voru Sólhvörf gefin út um langan tíma. Á m.a. nokkur eintök sjálf.

Og takk Begga vissi ekki að þú hafir verið á Barónsborg, kann skemmtilega sögu þaðan frá "fóstru" sem þar starfaði fyrir rúmum 50 árum. Já ömmur á Siglufiðri áttu til að senda góða hluti, mín var með tæknidellu.

Og eins og ég sagði upphaflega þá furða ég mig á þessu dagavali,  af hverju ekki að halda sig við Barnadaginn eins og Sumardagurinn fyrsti var líka kallaður.

Kristín Dýrfjörð, 26.5.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Nú er ég spennt að heyra meira af fóstrunni.  Var það Lára?

Bergþóra Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Nei reyndar ekki, Svandís var það. En var Lára Gunnars að vinna á Barónsborg á þinni tíð?

Svandís sagði mér eitt sinn fyrir löngu (held að henni sé sama þó ég vitni í söguna) að þegar hún hafi verið nýútskrifuð (1951-52) hafi hún ráðið sig á Barónsborg. Einn daginn hafi hún farið inn til forstöðukonunnar til að kvarta yfir einum pabbanum. Hann hafi alltaf verið að spyrja þær um allt mögulegt og sýnt því sem þær voru að gera mikinn áhuga, vildi fylgjast með starfinu og þessháttar. Hún sagði forstöðukonunni að hún hafi sko ekki ráðið sig til þess að hafa einhverja pabba hangandi yfir sér.

Í dag fagna flestir áhuga foreldra og  við Svandís báðar tekið hinum sama pabba fagnandi. En umræðuefni okkar var einmitt breytt viðhorf til foreldrasamstarfs sem við báðar fögnuðum.

Kristín Dýrfjörð, 26.5.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Tek heilshugar undir þetta.  Það væri einstaklega vel til fundið að gera sumardaginn fyrsta að degi barnsins.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.5.2008 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband