Leikskólakennarar með meistarapróf - menntamálanefnd búin að skila af sér

Frábært að lesa nefndarálit menntamálanefndar um menntun kennarastéttanna. Þar er tekið undir það sjónarmið að menntunarkröfur til kennarastéttirnar verði að vera þær sömu. Ýmsar raddir voru farnar að berast um að menntun leikskólakennara yrði tekin út, en sem betur fer stendur nefndin við bakið á ráðherra. Með þessari ákvörðun skipar Ísland sér á fremsta bekk varðandi menntun leikskólakennara og sýnir með því í verki viðhorf til barna.

Álítur nefndin því að möguleiki á flæði kennara milli aðliggjandi skólastiga, sbr. 24. gr. frumvarpsins, sé mikilvæg nýjung í skólastarfi. Það gefi meðal annars færi á því að í yngstu bekkjum grunnskóla geti komið inn sjónarmið leikskólakennara í kennsluháttum. Telur nefndin að grundvöllur fyrir þessu flæði kennara milli skólastiga sé sá að kröfur til kennaramenntunar verði þær sömu á mismunandi skólastigum. Leggur nefndin því ekki til breytingar á 3. gr. frumvarpsins.

 

Hér má lesa allt álitið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les bloggið þitt  daglega og finnst það gott, ánægjulegt að sjá þegar kennarar taka sig til og nota þennan miðil. Óskandi að fleiri nýti þennan kost.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Hvenær kemur krafan um að foreldrar sem ala sjálf upp sín börn þurfi meistarapróf?

Elías Theódórsson, 16.5.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll Gylfi og takk fyrir hlý orð. Ég er sammála um að bloggið er leið til að ná til margra. Til að vekja athygli á uppeldismálum og svona einstöku sinnum pólitík, ætla mér alltaf að sleppa því en get það svo ekki. Sennilega of mikil pólitík í umhverfinu.

Varla ætlastu til svars Elías. Það mun alté ekki koma frá mér.

Kristín Dýrfjörð, 16.5.2008 kl. 19:09

4 Smámynd: Elías Theódórsson

Þarf ekkert svar, þetta er bara til umhugsunar. En ég gleymdi svokölluðum dagmæðrum sem vinna mjög virðingarvert starf, verður þess krafist að þær ná sér í meistaranám?

Elías Theódórsson, 16.5.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband