Sól og blíða norðan heiða

Sit hér sveitt við yfirferð verkefna, úti er sól og blíða, sannarlega komið vor hér á Akureyri (alla vega í bili). Ég var pínu sorry þegar ég fór að heiman í morgun´. Í haust setti ég niður vel á annað hundrað túlípana í garðinn okkar. Þeir voru við það að blómstra í gærkvöldi og ég farin. Ég sem var búin að hlakka svo til að sjá þá í fullum blóma.  Setti líka niður eina rauða skrautlúpínu í gær, fékk afleggjara hjá mömmu. Nú vil ég fá hjartarblóm og ... En veit ekki hvort það er rúm fyrir allar þessar plöntur í garðinum hjá okkur. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að vilja hafa hann svolítið "villtan". 

Ég vil líka að eitt taki við af öðru í garðinum, að það sé eitthvað í blóma allt sumarið og fram á haust. Útlaginn hefur hingað til blómstrað síðast en eins og annað hefur blómgunartími hans færst fram um 2-3 vikur. Nú er hófsóleyin að verða búin - hún var hér áður fyrr að blómstra í kring um 17 júní.

Annars er fundur hér í kvöld á vegum Samfylkingarinnar, hann er á KEA og ég er að velta fyrir mér að skreppa. Heyra hvað formaður vor hefur fram að færa. Svona fyrst ég svindlaði á laugardaginn og ákvað að hlusta á heimspekinga frekar en pólitíkusa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er svo gaman að fylgjast með gróðrinum....hef lent í því að tíma varla að fara að heiman ef eitthvað er alveg að fara að blómstra.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.5.2008 kl. 09:07

2 identicon

Má alveg hella orðadembu á pólitíkusana. Það eflir pólitískan gróður..kv úr þorpinu  gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fyrir norðan mælist nú (daginn eftir færsluna þína) 7 gráður og alskýjað, í hádeginu. Hér fyrir sunnan léttskýjað og 10 gráður. Las í morgun loforð um einhverjar 17 gráður, en þær eru ekki hér. Labbaði niður í bæ í hádeginu og það var fámennt á Austurvelli og svalt, þótt sól væri. Og frekar svalt í garðinum. Ég vil að loforð séu efnd!

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég skil þig svo vel..... ég er að fylgjast með laukunum mínum og vonast til að missa ekki af neinu:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband