Aðall góðs leikskólastarfs

Það nú einu sinni svo að aðall "góðs" leikskólastarfs felst í möguleikum hvers og eins að þróa starf sitt og aðferðir. Að hafa möguleika til að vera þátttakandi í þróun hugmynda og aðferða.

Aðall "góðs" leikskólastarfs er að þar er sífellt þróun í gangi, þar fylgist fólk með nýungum og rannsóknum. Ekki endilega til að éta þær upp heldur til að pæla í. Máta við sig og sína hugmyndafræði, vera í gagnvirku sambandi við leikskólafræðin. Til þess þarf að vera tími og vilji til þess að ástunda gagnrýna ígrundun.

Það er hætt við að í leikskólum þar sem ekki gefst svigrúm til ígrundunar og gagnrýni verði lítil þróun. Í slíkum leikskólum hver svo sem hin formlega stefna er verður hún að lokum eins og steinfóstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Get ekki verið meira sammála og þetta á við um öll skólastig.

Vandamálið er bara það að þegar um leik og grunnskóla er að ræða er nánst búið að eyðileggja undirbúningstíma kennara sem í stað þess að vinna aðp skapandi starfi fá nú miðstýrða skólastefnu þar sem mun stærri hlutur en áður af undirbúningstíma kennara er bundinn í fyrirframákveðna fundi um námskrár og kennsluefni í stað þess  að fá meiri tíma frjálsari hendur til að undirbúa gagnvirka kennslu.

Kennari hefur næstum ekki tíma lengur til að kenna nemendum að ígrunda og fræðin sem koma niðursoðin í hendur þeirra.

Erum einmitt að ræða þessa stöðu okkar núna í skólanum mínum í Ósló.  Hef heyrt að ástandið sé orðið svipað á Íslandi  

Dunni, 13.5.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband