Samstarf leikskóla um skráningar

Ég rakst á skemmtilega grein eftir Goldhaber sem lýsir samstarfi leikskólakennara í Vermont fylki í Bandaríkjunum. Þeir hittust reglulega í tvö ár til að fara yfir og túlka saman uppeldsfræðilegar skráningar sínar. Kveikjan af verkefninu var sameiginleg ferð til Reggio Emilia þar sem þeir upplifðu hver afrakstur slíkra vinnubragða getur verið. Markmið samstarfsins var ýta undir gagnrýna hugsun og tilgátur barnanna um nærumhverfi sitt. Mjög fljótlega var ákveðið að setja saman farandsýningu um verkefnið sem ætlað var að ferðast um fylkið og vekja þannig athygli á námi, hugmyndum og vinnu barna. Eitt fyrsta verk leikskólakennarana var að koma sér saman um og setja fram eftirfarandi fullyrðingu um fyrirætlun sína.   

We have the wish and the desire to know how children understand, perceive, live, and interact with their communities and the natural world. Because we see children as protagonists of their own and others’ experience, we are also interested in learning about the role children play as contributing members of their communities and stewards of the natural world. We value their experiences by listening closely to the meaning they give to their world:to the people, places, smells, movements, and sounds they experience in planned and chance encounters. We hope to make visibletheir process of constructing meaning.

Kom fram að fullyrðingin um fyrirætlun gegndi geysimikilvægu hlutverki sem viðmiðunarpunktur og rammi um samræður og samstarfið. Hópurinn hittist á 6 - 8 vikna fresti þann tíma sem verkefnið stóð yfir. Í hópnum voru 35 kennarar en á fundina mættu á milli 6-25 í hvert sinn. Ekki allir komu með skráningar með sér en allir tóku þátt í umræðum um þær skráningar sem kynntar voru hverju sinni. (Er það reyndar mjög í anda aðferða Reggio Emilia, þar er litið á hverja skráningu sem mögulegt námstækifæri og umfjöllunarefni). Fyrir leikskólakennarana voru fundirnir kærkomið tækifæri til að hugsa upphátt í hóp með öðrum. Til að deila reynslu, til að ígrunda á gagnrýninn hátt saman um hugmyndir, tilgátur, tilfinningar. Á fundunum gafst tækifæri til að heimsækja og heimsækja ítrekað sömu skráninguna, skoða hana í ljósi nýrra reynslu og hugmynda. Ásamt fundunum kom hópurinn sér líka upp spjallvef um verkefnið. 

Verkefninu lauk svo með opnun sýningar.

Ég velti fyrir mér hvort að lýsingin á verkefninu geti að hluta verið lýsing að mögulegri hugmynd fyrir SARE til að vinna með í samvinnu við þá leikskóla sem áhuga kunna að hafa. Þá er ég ekki að meina viðfangsefnið heldur fyrirkomulagið. Slíkt krefst auðvitað skuldbindinga af hálfu þeirra leikskóla sem vilja taka þátt. Verkefni verða líka að gefa nægilega sveigjanleika fyrir hvern leikskóla til að þróa sig eigin átt, út frá eigin nærumhverfi og menningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð grein og skemmtileg pæling. Ég tel fulla þörf á slíku samstarfi og tækifæri fyrir kennara að ígrunda starfið, rýna í skráningar og þjálfast í samræðum. Ég lýsi hér með yfir áhuga mínum og vonandi deila tilvonandi samstarfsfélagar mínir áhuga minn í slíku verkefni, alla vega stefnum við að því að byggja upp lærdómssamfélag í anda Reggio Emilia

Lýst vel á að SARE skoði þennan möguleika. 

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband