Ekki nema þú borgir

Fyrir nokkrum árum gerði ég úttekt á starfi leikskóla, ég gerði þar athugasemd við að leikskólinn bauð upp á danskennslu á leikskólatíma sem foreldrar borguðu aukalega fyrir, fannst það tæpast standast lagalega eða siðferðislega. 

Í dag las ég í Morgunblaðinu að á Akureyri, þar hafi foreldrar leikskólabarna val um ýmsar aukagreiðslur. Sem dæmi þá borga foreldrar aukalega fyrir að sjá myndir af börnum sínum í leikskólastarfinu. Þáttur sem í öðrum leikskólum á Akureyri er hluti af því sem öllum er boðið, hluti af því að vera með barn í leikskóla. Væntanlega fylgir þessari skýringu Elínar Hallgrímsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á valgjaldinu að nú megi hinir leikskólarnir á Akureyri ef þeir sig svo kæra farið að rukka fyrir aðgengi að myndasíðum barnanna. Í mínum huga er myndaskráningar af því sem börn eru að gera í leikskólanum samsvarandi einkunnar- og umsagnarblöðum grunnskólans. Kannski að bærinn telji líka eðlilegt að foreldrar borgi fyrir þá vinnu - aukalega.  

Annað sem bærinn taldi foreldrum frjálst að gera er að velja hvort börnin eru í skólabúning og þá hvort foreldrar fjárfesti í slíkum búningi. En er það val fyrir foreldra í skóla sem hefur skólabúninga að yfirlýstu markmiði?

Í þriðja lagi eru foreldrar rukkaðir fyrir aukagjald fyrir hvert byrjað korter sem börnin eru umfram umsaminn vistunartíma. Nú veit ég ekki hvort það tíðkast í öðrum skólum bæjarins. Í sjálfu sér er kannski ekkert athugunarvert við það, nema að það verður að gæta jafnræðis og gera öðrum leikskólum í bænum kleift að gera hið sama.

Mér fannst líka merkilegt að heyra hvað Elín hafði að segja um þá skólastefnu sem í einkaleikskólanum er rekin. Að hún sé ein sú athygliverðasta og þekkasta á Norðurlöndum, það hef ég hvergi lesið nema á heimasíðu þeirra sjálfra. Hún segir líka að þangað streymi rannsakendur, mér finnst líka leitt hvað mér hefur gengið illa að finna niðurstöður þeirra rannsókna sem þessir  rannsakendur hafa væntanlega verið að gera. En það er sjálfsagt mitt vandamál og þekkingarskortur. Væntanlega get ég bara haft samband við Elínu og beðið hana að vísa mér leiðina.

Eftir stendur að Hlynur Hallsson fór með rétt mál.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ég enn og aftur ég verð því miður að viðurkenna að þar sem ég er komin hinu megin við borðið, get ég vel skilið ýmiskonar leiðir sem rekstraraðilar fara til að fá pening Sérstaklega þetta val foreldra að koma seinna og ná í barnið sitt, því það er væntanlega þeirra val ekki satt? Ég mun líklega bjóða foreldrum að kaupa korter þeir sem þurfa ekki á því að halda sleppa því bara en hinir geta notað þessa þjónustu inn á milli

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda kannski ekki verið að gera athugasemd við það per se, heldur að það sitji ekki allir við sama borð. Að "bæjarleikskólinn" geti ekki nýtt sér sömu matarholu. Við vitum báðar að þar er líka þröngt í búi. Í Skagafirði minnir mig að þetta hafi tíðkast (ef mig misminnir þá leiðréttir mig einhver). Og sjálfu sér er ég hrifin af flestu sem styttir langa viðveru barna í leikskólum og ef "sektir" gera það...   

6-7 tíma vinnudagur barna og foreldra - krafa dagsins.

Kristín Dýrfjörð, 8.5.2008 kl. 22:02

3 identicon

Tekur undir þetta og ég held að margir leikskólastjórar myndu vilja nota þessa aðferð spurning af hverju hún er ekki notuð. Veit því miður um fólk sem virðir ekki vistunartíma barnsins og yfirleitt kemur upp kergja á milli foreldra og starfsmanna leikskólans = barninu líður illa

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:03

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessa afar góðu og áhugaverðu grein Kristín. Hér er slóðin á bókunina mína um málið. Formaður skólanefndar Akureyrar veit betur og því er yfirlýsing hennar sem birtist í Mogganum í gær afar einkennileg. 

Bestu kveðjur, 

Hlynur Hallsson, 9.5.2008 kl. 11:20

5 identicon

Er það sammt ekki þannig að einkareknu leikskólarnir fá aðeins 80% af þeim rekstrarstyrkjum sem þeir ríkisreknu fá? nú heyrði ég þetta einhversstaðar en er ekki með tölur um það.

Ef svo er þá skil ég alveg afhverju þeir leita leiða til að halda betur rekstri gangandi, en með myndirnar þá sé ég ekkert athugavert við að rukka einn 500 kall ef mikið er lagt uppúr því að taka fjölmargar myndir af hverju barni hvern dag, það er eflaust ekki gert allstaðar.

Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér.

bestu kveðjur :)

Sunna Rós Víðisdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl Sunna nú veit ég ekki hvort að 80% talan er er rétt. Að leikskólar sem eru einkareknir leikskólar fái 80% af því sem kostar að reka leikskóla sveitarfélaga. Samningar þessara aðila liggja nú ekkert frammi þó sumstaðar sé um þá skrafað.

Hinsvegar vil ég benda þér á að inn í heildartölu um hvert pláss (sem hlýtur að vera viðmiðunartalan) er reiknaður kostnaður af sameiginlegum kostnaði við rekstur kerfisins, svo sem af sérfræði- og ráðgjafaþjónustu.

Varðandi myndir, þá er það þannig í allflestum leikskólum sem ég þekki til í að myndir eru notaðar sem leið til að gera starf skólanna sýnilegt. Spurningin er ekki um að taka fullt af myndum á hverjum degi heldur hvað er á þeim myndum sem teknar eru. Sumir leikskólar setja myndir síðan beint á netið en akki allir - það þýðir ekki að þar séu ekki teknar myndir - eða að foreldrar fái ekki aðgengi að þeim.

En sem dæmi um myndir á neti þá er á leikskólanum Iðavelli á Akureyri (af því að við vorum að ræða um Akureyri í blogginu), heimasíða fyrir hvert barn og hverja deild. Þar geta foreldrar bæði séð hvað barnið þeirra er að gera og hvað það eða hin börnin á deildinni eru að gera. 

Heimasíðan þar er hluti af starfi leikskólans, hluti af því að gera starfið þar sýnilegt og hluti af því sem er inn í almennu leikskólagjaldi foreldra.  

Kristín Dýrfjörð, 11.5.2008 kl. 11:15

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. Þeir starfsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi leikskólakennara fá 4 tíma á viku (og deildarstjórar 5).

Undirbúningstíma á að nota til þess m.a. að undirbúa starfið, til þess að lesa og viðhalda þekkingu sinni og til þess að vinna að ýmsum verkefnum tengdum börnum. Víða eru þessir tímar notaðir til m.a. að vinna með myndir sem teknar eru. Enda eins og ég sagði hér að ofan þá eru myndir ein leið til að gera starfið sýnilegt, þær eru notaðar til að mats og þær eru notaðar til að ákveða um næstu skref. Þær eru hluti af því sem við nenfnum uppeldisfæðileg skráning sem gegnir í mörgum leikskólum sama hlutverki og einkunnar- og umsagnarblöð grunnskólanna.  

Kristín Dýrfjörð, 11.5.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband