Mamma og Kvöldskóli Kópavogs

Kvöldskólinn í Kópavogi var međ sýningu í dag á afurđum vetrarins. Viđ Lilló skruppum á sýninguna. Mamma er búin ađ vera ţar á málaranámskeiđi í vetur og hennar myndir voru á međal ţess sem sýnt var. Mamma hefur sérstök tengsl viđ Kvöldskólann í Kópavogi. Hún sat í fyrstu jafnréttisnefndinni í Kópavogi og varđ seinna formađur hennar. Á ţeim tíma var ţađ eitt baráttumála jafnréttisnefndarinnar ađ koma á kvöldskóla. Hann var í upphafi hugsađur sem skref fyrir konur af heimilum út á vinnumarkađ og fyrstu námskeiđin tengdust skrifstofustörfum, tölvum og slíku. Ţađ var fyrir tćpum 30 árum. Núna nýtur mamma góđs af ţessum sama skóla er ţar á námskeiđum.

Ég hitti leikskólastjóra á sýningunni, sú sćkir ţar námskeiđ eftir námskeiđ í silfursmíđi, segir ađ ţađ séu heilagar stundir. Hennar hugleiđsla. Ég var ađ rabba viđ hana um upphaf kvöldskólans, “mađur hugsar aldrei hvernig til ţessara hluta var stofnađ, ţeir eru einhverveginn svo sjálfsagđir, fastur hluti af tilverunni”. Sagđi hún.

Mamma mín hefur kannski skiliđ hvađ ţađ getur veriđ stórt skref fyrir konur ađ hefja aftur nám. Eftir ađ viđ fluttum suđur og viđ öll sex systkinin byrjuđ í grunnskóla fór hún ađ vinna sem “gangastúlka” á spítölum. Eftir nokkur ár í ţví starfi ákvađ hún ađ mennta sig. Fór í Sjúkraliđaskólann og útskrifađist ţađan, en á sama tíma lét hún annan draum rćtast, hún var í einum af fyrstu árgöngunum sem hófu nám viđ Söngskólann, lćrđi hjá Sigríđi Ellu og Guđrúnu Á Símonar, klárađi 7 stig í söng međ fullt hús barna. Á ţessum árum var mamma líka virk í pólitík og í stéttarfélagspólitík. Á ţessum árum saumađi hún líka fötin á okkur og prjónađi peysur.

Stundum er ég spurđ ađ ţví hvort ég sé ofvirk (og ég verđ ađ segja ađ ég skil ekki hvernig nokkrum getur dottiđ ţađ í hug), “nei, nei” segi ég, “ég er húđlöt”. Sumir verđa alveg stúm ţegar ég svara svona, og segja ´”hvađa vitleysa”. En ţađ er alveg satt, ég er húđlöt. En vel ađ merkja mín viđmiđ eru kannski konur eins og mamma mín og viđ hliđina á ţeim er ég húđlöt.  

Mamma var samt lengi ađ fyrirgefa mér ađ ţegar ég varđ stúdent lét ég hana ekki vita, hún var nefnilega ađ flytja pólitíska kosningarrćđu sama dag, á sama tíma. Í ţví ljósi fannst mér ekkert merkilegt ađ verđa stúdent. Ég var tvítug, gift, međ barn á öđru ári og löngu farin ađ heiman. En hún og pabbi pössuđu um kvöldiđ og viđ Lilló gerđum okkur dagamun.  

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband