Dýrkeypt hallarbylting

Miðað við útkomuna á landsvísu í þessari skoðunarkönnun er nokkuð ljóst að á landsvísu er fólk að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir stjórnleysið og sundrungina í borginni. Nokkur furða? Hallarbyltingin í janúar ætlar að verða flokknum dýrkeypt. Auðvitað gleðst ég yfir að mitt fólk standi vel. Vona bar að það enn hærri tölur komi upp úr kjörkössunum næst.

Kannski að foringjar flokksins verði ekki eins glaðir með sitt fólk opinberlega næst þegar það hagar sér eins og frekjur. Eins og hallarbyltingin blasir við mér og fleirum, var þetta fyrst og fremst ákvörðun sem byggist á einkahagsmunum örfárra borgarfulltrúa og frekju í völd. Það sem viðkomandi voru kjörnir til; að gæta hagsmuna borgarbúa, virðist hafa verið sett í annað sætið.


mbl.is Dregur úr fylgi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband