Átökin um elstu börnin

Ég var með erindi á ráðstefnu um helgina, erindið mitt fjallaði m.a. um hugmyndafræðileg átök sem hafa verið um elstu börn leikskólans nú og fyrir 40 árum. Þeirri umræðu tengist umræða um áhrif atferlismótunarsinna og ný-atferlismótunarsinna á leikskólastarfið. Sem meðal annars svar við þeirri kröfu, aðallega viðskiptalífsins, að færa menntun 5 ára barnanna inn í gunnskólann.

Ég velti líka fyrir mér hvernig leikskólastarf sé líklegt til að styðja við lýðræði, mín niðurstaða er að atferlisskólarnir séu ekki þar í hópi. Ég skoðaði hugmyndafræði leikskólanna út frá kenningum félagsfræðingsins Basil Bernstein. En hann hefur m.a. fjallað um áhrif nýfrjálshyggjunnar á skólastarf. 

Ég hlustaði líka sjálf á marga áhugaverða fyrirlesara og fékk innsýn í það sem aðrir eru að gera. Það er víða mjög öflugt starf í gangi og margar rannsóknir sem vert er að fylgjast með. Þeir sem vilja skoða ágrip erinda er bent á www.fum.is  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef þú skoðar fjárframlög á hvern ,,haus" elstu barna í Likskóla og berð þau saman við fjarframlög á þau yngsri, ætti svarið að blasa við.

Í það minnsta held ég, að hugmyndafræðin nú , sé ekkert annað en birtingamynd pyngju rýnis, allir eru að vinna að sínum ,,hagsmunum," burt séð frá svo afar mörgu öðru.

Miðbæjaríhaldið

man um Höfuðsyndirnar Sjö.

Bjarni Kjartansson, 25.2.2008 kl. 13:08

2 identicon

Rétt að vísa í ágætis umræðu um þetta málefni enda mikilvægt að gera þetta á málefnalegum grunni:

http://fg.ki.is/pages/104/NewsID/697

http://fg.ki.is/pages/104/NewsID/693

Mkv...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

takk báðir, kv

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband