Nýtt meistaranám í Kennaraháskólanum

Umhyggjusamur leikskólakennari Meistaranám sem margir hafa beðið eftir. Þar sem áherslan verður á heimspeki. Ég veit að margir leikskólakennarar hafa beðið eftir slíku framhaldsnámi. Námi sem nýtist þeim sem vilja vera á gólfinu, en líka stjórnendum.  Minni á kynningu í KHÍ í dag. 

 

Meistaranám í heimspeki menntunar meistaranámi í heimspeki menntunar miðar að því að svara kalli aðal­námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla um menntun til ábyrgrar, gagnrýninnar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og að mennta fólk til frumkvæðis í lýðræðis­legu skólastarfi, í heimspeki menntunar og heimspekilegri samræðuaðferð í kennslu.   

 

Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu á lýðræði sem kenn­ingu og hugsjón, áhrifum þess og möguleikum í skólastarfi og hlut þess í þróun mannlegra samfélaga og í samskiptum einstaklinga og þjóða. Nemendur öðlist skilning á grunnforsendum lýðræðis í samfélagsgerð, hugsunarhætti einstaklinga og samskiptaháttum og færni til að leiða skólastarf inn á brautir ábyrgrar, gagnrýninnar og lýðræðislegrar þátt­töku allra sem að því koma. Nemendur öðlist einnig þekkingu á öðrum grundvallar­viðfangsefnum í heimspeki og hugmyndasögu menntunar. Meistaranám í heimspeki menntunar er fullt tveggja ára nám, þ.e. 120 ECTS (60 einingar) nám sem skiptist á fjórar annir. Nemendur geta tekið námið á lengri tíma auk þess sem hluta námsins er hægt að taka í fjarnámi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er áhugavert höfðar til mín kannski maður tékki á þessu.. Tengillinn fer eitthvað óvænt og trúlega annað en þú ætlaðir að benda á..

Fríða Eyland, 25.2.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl og takk fyrir veit ekki hvað er að skránni reyni að kíkja á það á morgun, en veit að það er framhaldsnámskynning í KHÍ á morgun, mánudag.

Kristín Dýrfjörð, 25.2.2008 kl. 01:52

3 identicon

Það er nú ótrúlegt hvað lestur á blogginu þínu ýtir verulega við námsmanninum sam langar bara að læra meira og meira...... Ég er annars alltaf á leiðini til þín að skila myndbandi.....

Með bestu kveðju úr Skorradalnum:)

Þórhildur Ýr (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þá er bara að drífa sig af stað og sækja um, ekki satt?

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband