15.2.2008 | 11:55
Lægsti samnefnari ASÍ
Úr umsögnum og greinargerðum er hægt að lesa ýmis viðhorf. Bæði jákvæð og neikvæð. Mér brá í brún þegar ég las umsögn ASÍ við leikskólafrumvarpið. Þau viðhorf sem þar skína í gegn eru að; leikskólinn sé fyrst og fremst þjónusta við atvinnulífið skólaárið og starfið eigi fyrst og fremst að miða að þörfum atvinnulífsins, til starfans þurfi "aðeins" gott fólk með góð viðhorf, menntun utan námskeiða og símenntunar sé aukaatriði.
Lægsti samnefnari
ASÍ leggur áherslu á að taka eigi tillit til lægsta samnefnara þ.e. Reykjavíkurborgar þegar horft er til hlutfalls fagfólks (42% í borginni) og ófaglærðra í leikskólum. Ég vil benda á að á Akureyri eru leikskólakennara um 75% starfsmanna. Svo virðist að starfsfólk ASÍ hafi gleymt því að landið er stærra en Reykjavík. Mannekluvandmál sem þeir fullyrða um eru aðallega og mest á höfuðborgarsvæðinu. Ég vona sannarlega að viðhorfið um lægsta samnefnara sé ekki ráðandi þegar kemur að réttindum sem skipta ASÍ (og fleiri) máli. Þetta sé ekki þeirra grundvallaafstaða í málum eins og fyrirhugaðri þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Ég treysti á samstöðu verkalýðsfélaganna gegn hugmyndum eins og að lægsti mögulegi samnefnari sé fullgildur samnefnari.
Ég tek hins vegar undir með ASÍ um mikilvægi og gildi símenntunar fyrir alla.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist ASÍ vera með lægsta samnefnara í samningum varðandi kvennastéttir.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:45
Kíktu á bloggið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.