Lægsti samnefnari ASÍ

Úr umsögnum og greinargerðum er hægt að lesa ýmis viðhorf. Bæði jákvæð og neikvæð. Mér brá í brún þegar ég las umsögn ASÍ við leikskólafrumvarpið. Þau viðhorf sem þar skína í gegn eru að; leikskólinn sé fyrst og fremst þjónusta við atvinnulífið – skólaárið og starfið eigi fyrst og fremst að miða að þörfum atvinnulífsins, til starfans þurfi "aðeins" gott fólk – með góð viðhorf,  menntun utan námskeiða og símenntunar sé aukaatriði.  

   

Lægsti samnefnari

ASÍ – leggur áherslu á að taka eigi tillit til lægsta samnefnara – þ.e. Reykjavíkurborgar – þegar horft er til hlutfalls fagfólks (42% í borginni) og ófaglærðra í leikskólum. Ég vil benda á að á Akureyri eru leikskólakennara um 75% starfsmanna. Svo virðist að starfsfólk ASÍ hafi gleymt því að landið er stærra en Reykjavík. Mannekluvandmál sem þeir fullyrða um eru aðallega og mest á höfuðborgarsvæðinu.  Ég vona sannarlega að viðhorfið um lægsta samnefnara sé ekki ráðandi þegar kemur að réttindum sem skipta ASÍ (og fleiri) máli. Þetta sé ekki þeirra grundvallaafstaða í málum eins og fyrirhugaðri þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Ég treysti á samstöðu verkalýðsfélaganna gegn hugmyndum eins og að lægsti mögulegi samnefnari sé fullgildur samnefnari.

   

Ég tek hins vegar undir með ASÍ um mikilvægi og gildi símenntunar fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist ASÍ vera með lægsta samnefnara í samningum varðandi kvennastéttir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á bloggið mitt og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.2.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband