13.2.2008 | 21:16
To be or not to be - frú eða herra borgarstjóri
Ég gaf kost á mér sem leiðtogi sjálfstæðismanna í borginni í síðasta prófkjöri, það hefur ekki breyst. Eitthvað á þessa leið mælti Gísli Marteinn í Kastljósinu í kvöld, svona til að minna okkur á að hann gerði tilkall til leiðtogahlutverksins, lagði sig í hættu og uppskar töluvert fylgi, Villi fékk bara aðeins meira. Sterka stöðu Hönnu Birnu má sennilega að hluta skýra með tilvísun til þess að bæði stuðningsmenn Vilhjálms og Gísla Marteins studdu hana í annað sætið. Enda hvorugur viljað sjá hinn í því sæti. Það er því ekkert skrítið að Gísla Marteini sjálfum gulldreng flokksins og krútti gamla fólksins sárni. Hann þorði að taka áhættu, hætta sér úti í storminn á meðan Hanna Birna valdi að sigla lygnan sjó. Með tilliti til þessa er heldur ekkert einkennilegt að hann nú geri tilkall, það hljóta þó að hafa runnið á hann tvær grímur í sjónvarpinu um daginn þegar Agnes, Staksteinaskrifari lýsti yfir stuðningi við Hönnu Birnu. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér finnst hún frekar óspennandi pólitíkus. Leitt að segja það en svona er það nú.
ps. Svo segja þau öll, við erum að gefa Villa ráðrúm til að hugsa og svo styðjum við þá ákvörðun sem hann tekur. Af hverju segja þau ekki Villi á allan okkar stuðning hver svo sem ákvörðun hans verður. Mér finnst eins og í hinu liggi við styðjum hann til að hætta, en ekki til annarra verka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Helvíti skörp greining.
Það gutlar nú á fólki sem ólst upp við A,B,C og D götur borgarinnar.
Ekkert helítis prjál, bara bein greining á viðfangsefninu.
Takk
Miðbæjaríhaldið
Fæddist í Hlíðunum
Bjarni Kjartansson, 14.2.2008 kl. 12:57
Ætli ég beri sérstaklega ábyrgð á þessari greiningu, í kringum mig er mikið áhugafólk um pólitík og þar er margt skrafað og margar greiningar gerðar. Kannski ég komi þeim stundum í ritað mál. Um daginn þegar ég horfði á Agnesi í sjónvarpinu með stórfjölskyldunni, þá sagði einn mér nákominn, "hún stráir silfrinu". Svo er okkar hinna að lesa í það.
Kristín Dýrfjörð, 14.2.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.