6.2.2008 | 12:29
Vísindasmiðja í anda Reggio Emilia
Í haust ákváðu Háskólinn á Akureyri og Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíðaað efna til samstarfs á Vetrarhátíð og setja upp vísindasmiðju í Ráðhúsinu í Reykjavík. Vísindamiðjan er sett upp í anda leikskólastarfs sem hefur þróast i borginni Reggio Emilia á Ítalíu. Augu heimsins hafa beinst að leikskólunum í Reggio í áratugi. Skólastarfið þar hefur verið valið á meðal þess athyglisverðasta í heiminum af bæði alþjóðlegum fjölmiðlum og stofnunum.
Í Ráðhúsinu á föstudag og laugardag gefst fólki kostur á að fá að leika sér og rannsaka efnivið í anda Reggio Emilia. Boðið verður upp á mismunandi stöðvar með mismunandi efnivið. Áherslan verður á byggingar, ljós og skugga. Við höfum safnað í samstarfi við fjölda fyrirtækja og einstaklinga margvíslegum efnivið sem aðrir gætu jafnvel álitið rusl. En er okkar gull. Ég hvet áhugasama á öllum aldri að mæta með opinn huga og taka þátt í leik og starfi. Gefa sér færi á að kynnast og nota eigin sköpunarkraft, að vera óhræddir við að leyfa hugmyndarfluginu að komast í hæstu hæðir.
Á Íslandi eru starfrækt samtök áhugafólks um skólastarf í anda Reggio Emilia. Nýlega stóðu þau fyrir símenntunar og skólaþróunardegi á leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði. Þangað komu um 150 starfsmenn leikskóla og deildu reynslu sinni saman. Um þann dag má lesa hér neðar.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með (leikskóla)-daginn. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:01
Til hamingju með daginn - hlakka til að koma í Ráðhúsið á föstudag eða laugardag og leika mér með barnabörnunum
sita (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.