Skólaþróunardagur SARE

Starfsfólk 13 leikskóla mætti snemma á laugardagsmorgun í leikskólann Stekkjarás í Hafnarfirði til að verja deginum í að ræða um starfið sitt. Það mætti til að kynna fyrir hvert öðru hvað það er að gera, hvernig það gangi og hvert það stefni, það mætti til að tala saman og til að læra saman.


 

Aðspurð sagði einn fyrirlesarinn mér að hún væru búin að vera alla vikuna að undirbúa erindið og það hefðu verið afar lærdómsríkt. Hún hefði notað tækifærið og farið yfir starfið, mátað það sem þær eru að gera við fræðin. Þetta hafi styrkt hennar áherslur og gert hana öruggari í því sem hún er að gera. Ég held að sama megi segja um fleiri.


 

Einn leikskólakennari sagði við mig með gleði í röddinni, Kristín mér finnst eins og ég sé kominn 20 ár aftur í tímann. Hún sagði „veistu að í dag fer maður ekki svo á ráðstefnu að það sé ekki fyrirtæki út í bæ sem heldur um allt, er á stórum hótelum í flottum sölum“. Á Stekkjarási skiptum við fólki upp í hópa, inn á deildir, sumir fengu fín sæti aðrir sátu á verri stólum. En öllum virtist sama, því fólk var upptekið af innihaldinu. Ég held að minning viðmælanda míns hafi tengst grasrótarstarfinu og þeirri grósku sem átti sér stað í leikskólastarfinu fyrir 20 árum, þegar þróunarsjóður leikskóla var nýstofnaður, þegar við vorum að stofna félagið okkar. Þegar framhaldsnámið var að fara af stað. Þegar hver einasti fagfundur var svo vel sóttur að færri komust að en vildu.


 

Á heimleiðinni sagði Guðrún Alda við mig, þetta hefði nú geta misskilist þetta með afturhvarfið, ef einhver ungur leikskólakennari eða starfsmaður hefði verið að hlusta. En af því að við vorum báðar virkar í félagstörfum fyrir 20 árum vissum við hvað viðkomandi var að fara.  


 

Andinn á Stekkjarási á laugardaginn minnti okkur fleiri á þennan skemmtilega tíma og ég er viss um að við eigum eftir að upplifa marga svona daga í framtíðinni.

Næstu daga mun ég reyna að finna tíma til að skella inn myndum, ég vona að það verði fyrr en seinna.

Þeir sem hinsvegar vilja skoða glærur Sigríðar Jónsdóttur, leikskólastjóra á Funaborg um það að svara börnum með jái í 99% tilfella, geta smellt á slóðina hér að neðan.

http://funaborg.is/images/stories/Skjol/HagnytarUpplysingar/a_segja__jai_99__tilfella.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér frábær dagur... Gaman að koma saman í litlum málstofum og stúdera mál sem er okkur svo nærri.  Gaman að hitta aðra leikskólakennara sem eru að vinna að sömu stefnu.  Þær eiga hrós skilið sem skipulögðu daginn.  Við hlökkum strax til næsta skólaþróunardags.  Ekki þarf alltaf stór nöfn til að halda fyrirlsestra til að þeir séu okkur gagnlegir.  kær kveðja af suðurnesjum

Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:10

2 identicon

Takk fyrir skemmtilegan og fróðlegan dag - það sem mér fannst svo frábært við þennan dag var að það voru fyrst og fremst leikskólakennara af akrinum, sem voru að segja frá því sem þær eru að gera dags daglega með börnunum.

Takk fyrir mig,

Síta

Síta (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:37

3 identicon

Kristín, viltu opna aðgengið...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

opna aðgengið að...?

Kristín Dýrfjörð, 31.1.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sælar Kristín og Síta takk fyrir komuna. Sammála Kristín, stelpurnar af þessum leikskólum sem báru hitann og þungann af verkinu eiga sannarlega hrós skilið. Og ég er nú líka alveg sammála því að leikskólakennarar eru yfirleitt frábærir og geta allt sem þær vilja. (sorry strákar - mér er tamara að segja þær). Nú þurfum við bara að fara að huga að því hverjir ætla að halda utan um næsta starfsþróunardag. Spurning um sjálfboðaliða.

Kristín Dýrfjörð, 1.2.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Gat ekki opnað glærurnar en fann þær inn á www.funaborg.is en ég hefði viljað hlusta á þennan fyrirlestur. Takk fyrir.

Rósa Harðardóttir, 1.2.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband