Eitt hćnufet á dag

Viđ höfum átt róleg og góđ jól hér í Miđstrćtinu, vorum 7 í mat á ađfangadag (Sturlubarniđ međtaliđ)og gekk ţađ allt eins og ţađ á ađ ganga. Opnuđum hurđ út í garđ og hlustuđum á kirkjuklukkur Dómkirkjunnar hringja inn jólin, á međan suđan kom upp á súpunni. Hlustuđum á hátíđlega tónlist, snćddum, tókum upp pakka og röbbuđum saman. Sturlubarniđ sem er ađ upplifa sín fyrstu jól fékk eintóma mjúka pakka, sennilega minnst 12 sett af fötum. Eina leikfangiđ kom frá langömmu Búddu, sćtasti bangsinn sem fannst í bćnum.

J'OLATRE

Silfrađ jólatré (ekki besta mynd).

Viđ fengum bestu fáanlegu gjöfina, ţađ er ađ eiga góđ og ánćgjuleg jól međ fjölskyldunni. Sturla eldri er alltaf sterkt í huga okkar um jól, ţá háđi hann sitt dauđastríđ. Jólin okkar eru alltaf bćđi tími sársauka og gleđi. Gleđi yfir ţví sem viđ höfum og áttum, sorg yfir ţví ađ Sturla er ekki međ okkur til ađ njóta. Sorg yfir ađ hafa ekki fengiđ tćkifćri til ađ sjá hann ţroskast og taka út sín fullorđinsár.

Bráđum kemur nýáriđ međ hćkkandi sól og nýjum vonum og vćntingum. Um daginn skrifađi ég minningargrein um gamlan vin og skólabróđur, hana hóf ég og lauk međ ljóđi Matthíasar Jochumssonar, en ljóđiđ var sungiđ viđ jarđaförina hans Sturlu. Ţćr pćlingar sem ţar koma fram um áhrif tímans á mannanna mein eru tímalausar og eiga kannski sjaldan eins vel viđ og ţegar sól fer aftur ađ rísa á himni, eitt hćnufet á dag.  

Hvađ bođar nýárs blessuđ sól?
Hún bođar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráđ,
hún ljómar heit af Drottins náđ.

                                   

Sem Guđs son forđum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og lćknar mein og ţerrar tár

                                    (Matthías Jochumsson)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku Kristín fyrir fallega fćrslu. Hugsađi til ţín um jólin

En mikiđ svakalega er ţetta spes tré - ég verđ ađ segja ađ ég skil afskaplega vel ađ haldiđ sé í ţá hefđ ađ setja upp ţetta tré. Ţađ vćri svo drastísk breyting ađ setja upp eitthvađ "hefđbundiđ" og "venjulegt". Skilađu kveđju til fólksins ţíns og svo líka Guđrúnar Öldu og Sítu. Sakna ykkar allra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 29.12.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

áramótakveđjur frá Akureyri

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.12.2007 kl. 16:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband