12.12.2007 | 03:37
Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré
Ef vilji er fyrir hendi má kenna leikskólakennurum um ađ hafa komiđ upp hjá ţjóđinni pólitískum rétttrúnađi um jólasveinana. Árni Björnsson, hins vegar ţakkar okkur "fóstrum" fyrir ađ hafa komiđ skikk á jólasveinamálin í stórskemmtilegri frétt Ţóru á RUV í kvöld.
Ţađ var fyrir um 20 árum ađ viđ "fóstrur" í leikskólum landsins ákváđum ađ auglýsa grimmt fyrripart desember hvenćr fyrsti pörupilturinn kćmi til byggđa, ţar međ hvenćr hćgt vćri ađ setja skó í glugga. Viđ vorum svo heppnar ađ foreldrar ákváđu ađ trúa okkur og leyfa ekki skó í glugga fyrr en ađ kveldi 11. desember. Auđvitađ "hlýddu" ekki allir foreldrar strax, en ţađ tók ekkert mörg ár ađ "aga" ţá. Í mínum skóla settum viđ upp vísur Jóhannesar úr Kötlum í fataherbergjum og í fréttabréf, allt til ađ upplýsa foreldra um hina einu réttu sönnu óumbreytanlegu röđ. Nú vita öll börn á Íslandi hvađ ţeir heita sveinarnir og hver hin pólitísk rétta röđ ţeirra er.
Mér finnst skemmtilegt ađ fara međ jólasveinavísurnar međ börnum, halda takti og hrynjanda byggja upp spennu, fer bráđum ađ ćfa mig međ Sturlu. En enn skemmtilegri finnst mér
Ég ćtla ađ trúa ykkur fyrir leyndarmáli, ég held ađ börnunum hafi líka ţótt hún Grýla spennandi. Önnur kerling sem börnum fannst skemmtileg, var hún:
Steinka stál, [sem] seldi sína sál, fyrir skyrskál, seldi augun bćđi, fyrir leđurskćđi, seldi sig hálfa, fyrir átján kálfa seldi sig alla fyrir tólf ... (botniđ)
og hér kemur enn eitt uppáhaldiđ:
Kom ég ţar ađ kveldi, sem kerling sat ađ eldi, hýsti hún fyrir mig hestinn minn, og hét ađ ljá mér bátinn sinn, ţví langt er á milli landanna, liggur á milli strandanna, Ćgir karl međ ygglda brá, og úfiđ skegg á vöngum, ...
Ćtli ég falli nokkuđ alveg ađ stađalmyndinni af fóstrunni, kann ekki á gítar, held ekki lagi, hef aldrei veriđ í kór, átti aldrei Álafossúlpu (átti samt trampara). En einu sinni kunni ég hins vegar helling af ţulum svo kannski var mér viđbjargandi í starfi eftir allt.
Ég stal einni mynd af moggavefnum af formóđurinni sjálfri viđ eldamennsku. Sýnist ţađ sem er í pottinum vera ósköp saklaust. Alla vega engin mannabein sýnileg.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 03:46 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.