7.12.2007 | 01:54
Þjóðarspegill
Er á morgun (föstudag) í HÍ, mörg forvitnileg erindi. Ætli sé ekki best að koma sér í rúmið á skikkanlegum tíma og mæta. Ætla m.a. að hlusta á Þórdísi Þórðardóttur lektor í KHÍ ræða um góðu gæjana sem alltaf vinna. ( góðu karlarnir eru klárari, þeir vinna alltaf Samræður leikskólabarna um barnaefni) . Og kannski ef ég nenni, þá blogga ég um eitthvað sem mér finnst áhugavert af því sem ég hlusta á. Ég hef ekki komið í HÍ síðan nýja háskólatorgið var vígt, verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
Góð áform - nei nei, ekki megrun
Ég var nú eiginlega búin að ákveða að bjóða öllum börnunum í fjölskyldunni hingað á morgun. En ákvað svo að fresta því fram í næstu viku. Þetta getur orðið dálaglegur hópur ef allir mæta, slagar hátt í eina leikskóladeild og megnið piltar. Ætla að gerast jólaleg með börnunum og draga fram trölladeig, liti, byggingarefni og fleira skemmtilegt. Svo vilja væntanlega einhver skreppa með Lilló inn í "hljóðverið" (lesist tölvu og tónlistarrými) og taka upp jólalög. Í fyrra tók hann upp þverflautuleik með einni 13ára sem gaf diskinn síðan í jólagjöf. Held að tímarnir hennar hér hafi orðið hátt í tíu og enn fleiri hjá Lilló við að hljóðblanda. Ég ætti náttúrulega að biðja hana leyfis og skella einu lagi hér inn. Krökkunum í fjölskyldunni finnst ekki leiðinlegt að vinna lög og diska með Lilló. Eina er að við erum kannski ekki nógu dugleg að bjóða þeim í heimsókn.
Mörg barnanna í fjölskyldunni eru að læra á hljóðfæri og sum í kór, kannski ég ætti að bjóða þeim að mæta með hljóðfærin. Ætti að verða ágætisblanda af strengja og blásturshljóðfærum.
Sturlusaga
Já og svo koma Sturla áðan með foreldrunum sem voru bæði hálflasinn, en hann bara brosti. Lilló segir að hann hafi hlegið framan í sig. Reyndar er oft hægt að róa hann ef hann er að væla með því að ná við hann augnkontakti. Trausti segir að hann vilji baða sig í athygli og krefjist hennar. Hann heldur líka kontaktinum oft ótrúlega lengi áður en hann snýr sér undan og hlær. Við eigum líka ævagamla spiladós sem við keyptum einu sinni í Ameríku. Sturla er mjög áhugasamur um hana, leitar með höfðinu eftir hvaðan hljóðið kemur og skríkir svo. Mömmu hans er þó meira umhugað um liðleika og styrk. Ætlar að gera hann að litlum fimleikadreng, fimleikastúlkan sjálf.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mætti ekki fyrr en allt of seint og missti af þér. Ætlaði að fara að sofa á skikkanlegum tíma svona upp úr tvö en það tafðist og endaði nærri fimm, sem þýddi að ég fór ekki áfætur fyrr en rétt fyrir ellefu. Ákvað svo að fara á félagslegt fyllerí. Nefnilega svo þegar maður situr einn alla daga heima að vinna að stundum verður þörfin fyrir að hitta fólk allt að því yfirþyrmandi. Svo ég sá ég og upplifði hið steinryksfyllta torg seinnipartinn. Keypti bókina og ætla að lesa kaflann þinn á eftir. Kommenta svo.
Kristín Dýrfjörð, 7.12.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.