Viðtal við séra Sigfinn

Hlustaði á Sigfinn Þorleifsson sjúkrahúsprest á rás 1 áðan, hægt er að hlusta á þáttinn á vefnum. Hann var þar að ræða bók sem hann var að gefa út. Hlakka til að lesa hana. Af því sem mér heyrðist byggist hún á mannvirðingu, umburðarlyndi og kímni. Sigfinnur er einn þeirra presta sem oft settist hjá mér á sínum tíma. Prestur sem er svo mikil manneskja. Það er bæði gott að hlæja og gráta með honum. Hann jarðsetti bæði afa minn og ömmu enda alin upp á Eskifirði og leikbróðir móðurbræðra minna. Ömmu fannst ekki annar prestur koma til greina. Eftir andlát Sturlu hélt hann utan um minningarstund með unglingunum vinum hans og fjölskyldum. Seinast hittumst við í jarðaför í haust. Hún var falleg. 

Sigfinnur er einn þeirra presta sem gerir það að verkum að hófsamt fólk er enn í þjóðkirkjunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þekki hann persónulega, enda er hann kvæntur náfrænku minni. Yndislegur maður, traustur og mikill mannvinur. En hann heitir Sigfinnur, ekki Sigurfinnur.

Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.12.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kærar, kærar þakkir, sýnir að maður á ekki að vaka allar nætur og reyna svo að koma frá sér skiljanlegum texta þess á milli. Þetta vissi ég vel, en skrifaði svo hitt, vill svo til að systir hans er líka æskuvinkona mömmu. **). Vona að mér fyrirgefist. Sat hér í nóttinni, fór yfir verkefni og hlustaði á Vítt og breitt á netinu. Fannst rétt að minnast á skynsemisrödd innan úr kirkjunni. Nóg er af hinu, því miður.

Kristín Dýrfjörð, 6.12.2007 kl. 01:35

3 identicon

   Ég tek undir það sem skrifað hefur verið um hann séra Sigfinn,ég kynntist honum í gegn um vinnuna mína,fyrir nokkrum árum.Svo var Helga amma konu hans og Sigurbjörn afi minn systkin.

Svanfríður Guðrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband