3.12.2007 | 20:52
Skýrsla um rannsókn mína um trúarlíf í leikskólum
Í nokkru ár hef ég verið að dunda við að skoða aðkomu kirkjunnar að leikskólum landsins. Um tíma var ég meira að segja alvarlega að velta fyrir mér að gera það að doktorsverkefni mínu. En ákvað svo að annað efni væri bæði áhugaverðara og skemmtilegra til að hugsa um og dvelja með í mörg ár. Kannski má samt segja að efnið sé að hluta skylt, viðfangsefnið sem heillar mig meira er nefnilega lýðræði í leikskólastarfi.
Til þess að skoða trúaruppeldið fékk ég styrk, bæði frá Kristnihátíðarsjóði og frá Rannsóknarsjóði leikskóla Reykjavíkurborgar. Aðallega hef ég nýtt mér rannsóknir mínar í fyrirlestra fyrir leikskólakennara hérlendis og fyrir ráðstefnur erlendis. Sumt af því hefur komið út erlendis og annað ekki. Á árinu er væntanlegur kafli eftir mig um efnið í afmælisriti Háskólans á Akureyri. Ég skal líka fúslega játa að af einhverjum ástæðum hefur mér enn ekki tekst að skrifa grein um efnið sem fallið hefur innlendum ritrýnum í geð. Nú nenni ég ekki lengur að eltast við það og verð líka að gangast við að vera nokk sama.
En þeir sem hafa áhuga á að fá bókarkaflann sendan geta fengið sett sig í samband við mig og fengið lokadrögin. En öðrum bendi ég á áfangaskýrsluna hér að neðan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Breytt 4.12.2007 kl. 15:33 | Facebook
Athugasemdir
Kraftur í þér kona! Ertu ekki komin í "jólaömmuna?"
Valgerður Halldórsdóttir, 4.12.2007 kl. 19:25
Neeei - er enn að fara yfir og þarf svo að klára rannsóknaráæltun og svo ... er samt að hugsa um að setja seríu í glugga. Get þá sýnt Sturlu hana næst þegar hann kemur í heimsókn.
Kristín Dýrfjörð, 4.12.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.