Gunnhildur Eva 7 ára

 Gunnhildur Eva 7 ára í búning

 Í dag fór ég í afmælisboð í fjölskyldunni. Gunnhildur Eva sem verður 7 ára á mánudaginn, fékk að halda upp á afmælið hjá langömmu og langafa í Skeifu. Gunnhildur er í sex ættliði elsta dóttir, elstu dóttur, það finnst mér merkilegt. Röðin er Gunnhildur Eva, Hrafnhildur, Elsa Þorfinna, Kristín Ágústa, Kristín Jónína, Þuríður (langamma mín, fædd 1875) var elst, en móðir hennar Rannveig var önnur systir sem og móðir hennar Þuríður og móðir hennar Rannveig. (Athugulir geta séð að ég er þriðji ættliður með sama nafn, og Kristín amma mín hét í höfuðið á ömmu sinni og langömmu í föðurætt, en þær hétu báðar Kristín).

Afmælið var líka fyrsta afmælið hans litla kúts, sem á þriðjudaginn varð 6 vikna, hann þrífst vel, virðist það allt fara í lengdina.

Ég mætti með ljósaborð í afmælið sem vakti nokkra lukku hjá börnunum, það var gaman að skoða bæði kynbundið og aldurstengt hvernig börnin léku sér.

Þar sem þetta var búningaafmæli, voru þarna bæði, Barbie, prinsessur, álfkonur og ofurhetjur ýmsar. (Takið eftir að ég eins og börnin skilgreini ekki álfkonur sem ofurhetjur, humm). Alma og Elmar voru bæði ofurhetjur. Alma var afar hamingjusöm í sínum Superman búning og í bleikum stígvélum í stíl. Frekar fyndið til þess að hugsa að Superman (eða Spiderman) er kannski stelpum þóknanlegur vegna litagleði á meðan Batman er "stráka" Elmar var Batman.  Ég spurði nokkra hvort Barbie væri ekki örugglega ofurhetja, og uppskar hæðnishláturfrá 6 ára frænda mínum beinagrindinni, Styrmi Sturla. Sá á reyndar þrjá eldri bræður og kannski ekki mikið umgengist Barbie, nema hjá þessum örfáu stelpum sem eru í fjölskyldunni. Held ég geti fullyrt að þeir hafa ekki fengið Barbiehallir og Barbiebíla í jóla og afmælisgjafir.

Verst þykir mér að Ólíver slapp hjá að láta mynda sig. En við ræddum aðeins um gjöfina sem hann fékk frá ömmu um daginn, hún gaf honum langan pott með þremur pottum í og í hverjum potti var mold og í moldinni gróðursettur kaktus. Hann hefur þá í herberginu sínu og hugsar vel um þá. Þetta getur maður alveg í þriðja bekk.

ofuhetjurnar ungu
Elmar og Alma

PS. Lilló var svo vænn að upplýsa mig um tiltekið þekkingarleysi mitt á ofurhetjum, að sjálfsögðu er Alma Rán í Spiderman búningi ekki Superman. Hér með leiðréttist þetta og vona ég að litla frænka mín fyrirgefi mér þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir stelpuna í gær og takk æðislega fyrir lánið af dótinu, það vakti sko mikla lukku hjá krökkunum.

Ég fékk nokkrar myndir hjá þér, þar sem að ég var ekki nógu dugleg á minni vél.

Hranhildur (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Bara sjálfsagt, skal svo búa til disk og láta mömmu þína hafa.

Kristín Dýrfjörð, 11.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband