2.11.2007 | 12:03
Þegar Desmond Tutu og Nelson Mandela koma til landsins
Það er uppi fótur og fit í samfélaginu því frést hefur að mannréttindabaráttumennirnir Nelson Mandela og Desmond Tutu séu á leið til landsins. Forsætisráðherra er nýlega búin að vera í Páfagarði að færa páfa hina nýju íslensku Biblíu. Bók sem er sem er hluti af menningarsögu okkar, bók sem var hluti af því að hér varðveittist tungumál. Siðameistarar þjóðarinnar leita logandi ljósi að veglegri gjöf til handa gestunum, gjöf frá þjóðinni. Loksins koma þeir sér saman um að færa gestunum menningarsögulegt stórvirki sem er þar að auki nýlega endurútgefið eins og Biblían. Bókinni er pakkað í gylltan pappír og mönnunum færð hún með þeim orðum að það sé misskilningur alls heimsins að hún sé rasísk, þetta sé nefnilega menningarsögulegt afrek á Íslandi, afrek eins okkar bestu sona, bók sem vert er að lesa í skólum lands þeirrar og fyrir barnabörnin þeirra. Þetta sé skemmtileg hrakfallasaga sem endi vel eins og einn okkar ástsælasti gagnrýnandi orðaði það svo vel. Forsætisráðherra segir bókina hafa vakið kærar minningar hjá íslenskum lesendum, meðal annars alþingismönnum sem enn og aftur ylji sér við myndir og texta.
Það er bein útsending um allan heim frá þessum merkisviðburði. Allir Íslendingar nær og fjær eru límdir við skjáinn bíða stoltir eftir viðbrögðum gestanna. Þeir opna pakkann Desmond Tutu og Nelson Mandela og við blasir hinn einstaklega geðþekka barnabók Tíu litlir negrastrákar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Athugasemdir
Beitt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:58
takkur
Kristín Dýrfjörð, 3.11.2007 kl. 23:03
þú náðir mér
Flott færsla, hvaðan skyldi GULLIÐ vera sem notaður var í GULLKROSSINN stóra sem páfi fékk í gjöf frá þjóðinni og getur nú skreytt sig með ?
Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 15:19
Veit ekki með krossinn, kannski þú segir mér það. En mér fannst pínu hræsni í risakrossinum sem forsætisráðherrafrúin hún Inga Jóna bar á barminum í hittingunum með páfa, svo finnst mér soldið skrýtið að vera almennt að pirra sig á slæðum múslima kvenna en láta sig svo hafa það að fulltrúi þjóðarinnar setur upp eina slíka til að fá að hitta páfa, (væntanlega hefur hún líka verið fulltrúi þjóðarinnar frúin, ekki bara armskraut fyrir eiginmanninn?).
Kristín Dýrfjörð, 4.11.2007 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.