Bisí vika

Ég er ekki í bloggfrí eins og mér virðist vinsælt að tilkynna, ég er bara búin að vera bisí þessa vikuna, svona leit vikan mín út:

Mánudagur, ákvað að hafa míni vísindasmiðju á sameiningalegum starfsdegi fjögurra leikskóla  (80 manns frá Klömbrum, Rauðhól, Brákaborg og Garðaborg) í Reykjavík, legg hana út frá hugmyndum um leikskóla sem verkstæði, um að slíkir skólar styðji við gagnrýna hugsun, skapandi starf og lýðræði. Ætlaði upphaflega að vera með fyrirlestur í máli og myndum, hafði sagt nei við að vera með vísindasmiðju, m.a. vegn stærðar hópsins, en skipti sem sagt um skoðun. Æskilegur hluti af míní vísindasmiðju er að hafa ljósaborð, eitt dugar ekki, svo ég lagðist í skoðunarferð og fann efni sem hægt væri að nýta til að smíða slíkan grip. Það þýddi að ég keyrði Reykjavík endilanga og líka inn í Hafnarfjörð. Þegar ég taldi mig hafa fundið það sem til þurfti, skrapp ég til pabba, rafvirkjameistarans og spurði hvort hann væri ekki til í að smíða sex stykki fyrir mig fyrir föstudag. Hann skoðaði þetta og sagði svo ekkert mál.  En þá þurfi víst að bæta ýmsu smálegu við svo gripurinn stæðist skoðun hvaða rafmagnseftirlits sem er.  

Þriðjudagur, kenna í Hafnarfirði, kaupa það sem uppá vantaði fyrir ljósaborðin, skreppa á kaffihús. huga að fyrirlestrum, skipuleggja efnivið vísindasmiðjunnar.

Miðvikudagur, flug á Akureyri klukkan 7.45 Morgunkaffi með vinnufélögum, skreppa í listgreinastofuna og fara í gegn um alla mína vísindasmiðjukassa. kenna, skreppa aftur  í listgreinastofu, brautarfundur, aftur í listgreinastofu og svo heim með flugi klukkan 19. Heima beið eiginmaður, sonur, tengdadóttir og auðvitað litli mann sonarsonurinn sem er orðin 3ja vikna.  Þegar þau fóru, huga aftur að erindinu fyrir daginn í dag.   

Fimmtudagur, fór í morgun með kassa til pabba, skrapp í IKEA til að kaupa flokkunarkassa fyrir vísindasmiðjuna. heim í hádeginu, kláraði fyrirlesturinn, rauk upp í KHÍ og hlustaði á setninguna, hugleiðing Vilborgar Dagbjartsdóttur stóð upp úr, Ingólfur var líka fínn að venju og fjallaði um mál sem er okkur flestum í leikskólanum hugleikið, nefnilega umhyggjuna. Er hún meðfædd eða lærð, hann segir lærð. Ég flutti minn fyrirlestur, miklar umræður sköpuðust. Þurfti að rjúka um leið og hann var búin til að fara með Lilló  á forsýningu á Breiðavíkur heimildarmyndinni en hann var að vinna að rannsóknum fyrir hana. Fórum svo til pabba og mömmu og náðum í öll ljósaborðin, ótrúlega flott hjá honum, enda nokkra tíma vinna og maus á bak við hvert þeirra. Heim, ég að skipuleggja allar vinnustöðvar morgundagsins í vinnusmiðjunni, þær verða 15. Skipulagði alla kassana og troðfyllti bílinn.

Föstudagur, mæta með allt í salinn í miðbæjarskólanum klukkan 9. svo tekur við dagskrár til 19...

Skrifa kannski um hana á morgun, kannski meira að segja set ég inn myndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hæ, Kristín, ég lenti í svo áköfum samræðum í kaffinu að ég missti af upphafinu hjá en af fyrirspurnunum til þín að dæma var það áhugavert. Ég heyrði að ein af kollegunum spurði hvort þetta væri "ekki bara spurning um smekk", en mér fannst þú einmitt vera að tala um að smekkur ætti sér dýpri rætur. Vildi nú ekki blanda mér í þetta með "ég heyrði ekki upphafið" yfirlýsingu (sem mér finnst nánast óþolandi á svo stórum vettvangi), þá sé ég þetta sem orðræðu og smekkur sé gróinn í hana. Svo er náttúrlega hin stórkostlega bók Bourdieus, Distinction.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband